Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 09:31 Nunnan systir Jean Dolores Schmidt náði því að verða 106 ára gömul. Getty/y Roy Rochlin Hún hefur ávallt verið í sviðsljósinu í kringum Marsfárið mikla í bandaríska háskólakörfuboltanum en svo verður því miður ekki á næsta ári. Nunnan systir Jean Dolores Schmidt, hinn ástsæli og langþjónandi prestur karlaliðs Loyola-Chicago-háskólans í körfubolta, lést á fimmtudag. Systir Jean varð að þjóðhetju í Bandaríkjunum í óvæntri sigurgöngu liðsins í úrslitakeppninni árið 2018. Andi hennar lifir „Í mörgum hlutverkum sínum hjá Loyola á meira en sextíu ára tímabili var systir Jean ómetanleg uppspretta visku og náðar fyrir kynslóðir nemenda, kennara og starfsfólks,“ sagði Mark C. Reed, forseti Loyola. Loyola University Chicago is greatly saddened to confirm the death of Sister Jean Dolores Schmidt, BVM. This is a tremendous loss of someone who touched the lives of so many people. We appreciate everyone’s thoughts & prayers during this difficult time. Details to follow. pic.twitter.com/zPiMY1MsIu— Loyola University Chicago (@LoyolaChicago) October 10, 2025 „Þótt við finnum fyrir sorg og söknuði er mikil gleði fólgin í arfleifð hennar. Nærvera hennar var djúpstæð blessun fyrir allt samfélag okkar og andi hennar lifir í þúsundum manns. Til heiðurs henni getum við leitast við að deila með öðrum þeirri ást og samkennd sem systir Jean deildi með okkur,“ sagði Reed. Systir Jean er fædd Dolores Bertha Schmidt 21. ágúst 1919, en tók sér nafnið systir Jean Dolores árið 1937. Hún hóf störf hjá Loyola-Chicago árið 1991. Þremur árum síðar varð hún hluti af körfuboltaliðinu, fyrst sem námsráðgjafi áður en hún tók við hlutverki prests. Lét af störfum í ágúst Heilsubrestur varð til þess að hún lét af störfum í ágúst. Hún lést síðan á fimmtudaginn 106 ára gömul. Hún var aðdáandi númer eitt hjá Ramblers og það sást vel á NCAA-mótinu 2018 þegar liðið fór í ótrúlega sigurgöngu í úrslitakeppnina. Loyola legend Sister Jean has passed away at the age of 106. an incredibly full life of faith, wisdom, and inspiration that touched generations🙏 @TracyButlerABC7 @RamblersMBB @ABC7Chicago pic.twitter.com/VuhIc921lu— Ryan Chiaverini (@RyanChiaverini) October 10, 2025 Systir Jean, þá 98 ára, var með þeim í hverju skrefi, bæði fyrir liðið, og andstæðingum þess, fyrir hvern leik og hvatti Ramblers til að spila af krafti, spila saman og spila af skynsemi. Það vakti líka athygli að hún leikgreindi bæði liðið sitt og mótherja og fræddi þjálfarana um marga hluti á körfuboltasviðinu. Ótrúleg manneskja „Hún er ótrúleg manneskja,“ sagði stjörnuleikmaður Loyola-Chicago, Clayton Custer, á sínum tíma. Aðdáendur um allan háskólaboltann, og víðar, voru sammála. Hún varð heimsfræg í sigurgöngu Ramblers. Bobblehead-dúkkur og íþróttafatnaður með systur Jean seldust hratt upp. Hún var viðfangsefni óteljandi sjónvarpsviðtala um allt land og það voru jafnvel haldnir blaðamannafundir fyrir hana fyrir leiki. Í tapinu gegn Michigan í Alamodome í San Antonio stóð á stuttermabolum „Vinnið einn fyrir nunnuna!“ og skilti í áhorfendaskaranum hvatti Wolverines til að hlýða „áætlun Jean.“ Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Nunnan systir Jean Dolores Schmidt, hinn ástsæli og langþjónandi prestur karlaliðs Loyola-Chicago-háskólans í körfubolta, lést á fimmtudag. Systir Jean varð að þjóðhetju í Bandaríkjunum í óvæntri sigurgöngu liðsins í úrslitakeppninni árið 2018. Andi hennar lifir „Í mörgum hlutverkum sínum hjá Loyola á meira en sextíu ára tímabili var systir Jean ómetanleg uppspretta visku og náðar fyrir kynslóðir nemenda, kennara og starfsfólks,“ sagði Mark C. Reed, forseti Loyola. Loyola University Chicago is greatly saddened to confirm the death of Sister Jean Dolores Schmidt, BVM. This is a tremendous loss of someone who touched the lives of so many people. We appreciate everyone’s thoughts & prayers during this difficult time. Details to follow. pic.twitter.com/zPiMY1MsIu— Loyola University Chicago (@LoyolaChicago) October 10, 2025 „Þótt við finnum fyrir sorg og söknuði er mikil gleði fólgin í arfleifð hennar. Nærvera hennar var djúpstæð blessun fyrir allt samfélag okkar og andi hennar lifir í þúsundum manns. Til heiðurs henni getum við leitast við að deila með öðrum þeirri ást og samkennd sem systir Jean deildi með okkur,“ sagði Reed. Systir Jean er fædd Dolores Bertha Schmidt 21. ágúst 1919, en tók sér nafnið systir Jean Dolores árið 1937. Hún hóf störf hjá Loyola-Chicago árið 1991. Þremur árum síðar varð hún hluti af körfuboltaliðinu, fyrst sem námsráðgjafi áður en hún tók við hlutverki prests. Lét af störfum í ágúst Heilsubrestur varð til þess að hún lét af störfum í ágúst. Hún lést síðan á fimmtudaginn 106 ára gömul. Hún var aðdáandi númer eitt hjá Ramblers og það sást vel á NCAA-mótinu 2018 þegar liðið fór í ótrúlega sigurgöngu í úrslitakeppnina. Loyola legend Sister Jean has passed away at the age of 106. an incredibly full life of faith, wisdom, and inspiration that touched generations🙏 @TracyButlerABC7 @RamblersMBB @ABC7Chicago pic.twitter.com/VuhIc921lu— Ryan Chiaverini (@RyanChiaverini) October 10, 2025 Systir Jean, þá 98 ára, var með þeim í hverju skrefi, bæði fyrir liðið, og andstæðingum þess, fyrir hvern leik og hvatti Ramblers til að spila af krafti, spila saman og spila af skynsemi. Það vakti líka athygli að hún leikgreindi bæði liðið sitt og mótherja og fræddi þjálfarana um marga hluti á körfuboltasviðinu. Ótrúleg manneskja „Hún er ótrúleg manneskja,“ sagði stjörnuleikmaður Loyola-Chicago, Clayton Custer, á sínum tíma. Aðdáendur um allan háskólaboltann, og víðar, voru sammála. Hún varð heimsfræg í sigurgöngu Ramblers. Bobblehead-dúkkur og íþróttafatnaður með systur Jean seldust hratt upp. Hún var viðfangsefni óteljandi sjónvarpsviðtala um allt land og það voru jafnvel haldnir blaðamannafundir fyrir hana fyrir leiki. Í tapinu gegn Michigan í Alamodome í San Antonio stóð á stuttermabolum „Vinnið einn fyrir nunnuna!“ og skilti í áhorfendaskaranum hvatti Wolverines til að hlýða „áætlun Jean.“
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira