„Finn ekki fyrir pressu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2025 16:03 Lína er komin á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. Birta Sólveig Söring er komin í hóp íslenskra leikkvenna sem fer með hlutverk Línu. Hver einasta kynslóð á sér sína Línu Langsokk enda birtist þessi ástsæla persóna fyrst í bók Astrid Lingren í nóvember árið 1945 og á því 80 ára afmæli von bráðar. Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Sjá meira
Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Sjá meira