Hvernig er best að byggja upp traust? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. október 2025 13:00 Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur segir traust undirstaða vellíðanar og heilsu. Traust er grunnurinn að heilbrigðum og farsælum samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldu, vini eða samstarfsfólk. Það skapar öryggi, dýpri tengsl og auðveldar að leysa ágreining. En hvernig er best að byggja upp traust? Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur og eigandi Auðnast, segir traust meginforsendu í samskiptum. Þegar traust brotnar er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að það mun taka tíma að byggja það upp aftur. „Traust er svo magnað fyrirbæri og verður ekki til á einni nóttu, og það verður ekki til í orðum. Það verður til í síendurteknum athöfnum yfir ákveðinn tíma. Það er þessi stöðugleiki í athöfnum sem byggir upp þráðinn sem kallast traust,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Besta leiðin er að við gerum okkur grein fyrir hversu mikils virði traust er, svo við brjótum það ekki. En stundum gerist það óhjákvæmilega, og þá þurfum við að átta okkur á því að þetta er langhlaup að byggja aftur upp traustið.“ Traust beintengt heilsu Að sögn Ragnhildar er traust undirstaða vellíðanar og heilsu: „Ég myndi alltaf segja að traust sé undirstaða raunverulegrar vellíðanar og heilsu. Við vitum t.d. að í vinnuumhverfi þar sem traust er brotið eykst streita og vanlíðan, og það hefur auðvitað bein áhrif á heilsu. Og við vitum líka að rannsóknir sýna að fólk sem er í sambandi þar sem ekki ríkir traust, er almennt ekki eins heilbrigt og það sem er í nánum samböndum þar sem ríkir fullt traust.“ Þrjár gagnlegar leiðir til að byggja upp traust 1. Sýndu stöðugleika Gerðu það sem þú segist ætla að gera og fylgdu hlutunum eftir. Ekki bara öðru hverju- heldur sem oftast. 2. Tileinkaðu þér heiðarleika Segðu hvernig þér líður, hvaða væntingar þú hefur, hvað þér finnst óþægilegt og ósanngjarnt og hvernig þú vilt hafa hlutina. 3. Sýndu samkennd Með því að hlusta og leggja sig fram við að skilja sjónarhorn annarra, skapast rými fyrir virðing og dýpri tengsl. View this post on Instagram A post shared by Auðnast (@audnast) Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast er í eigu Ragnhildar, og Hrefnu Hugosdóttur. Fyrirtækið byggir á tveimur grunnstoðum: Auðnast vinnuvernd og Auðnast klíník, þar sem þær ásamt starfsfólki sinna ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja. Heilsa Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur og eigandi Auðnast, segir traust meginforsendu í samskiptum. Þegar traust brotnar er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að það mun taka tíma að byggja það upp aftur. „Traust er svo magnað fyrirbæri og verður ekki til á einni nóttu, og það verður ekki til í orðum. Það verður til í síendurteknum athöfnum yfir ákveðinn tíma. Það er þessi stöðugleiki í athöfnum sem byggir upp þráðinn sem kallast traust,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Besta leiðin er að við gerum okkur grein fyrir hversu mikils virði traust er, svo við brjótum það ekki. En stundum gerist það óhjákvæmilega, og þá þurfum við að átta okkur á því að þetta er langhlaup að byggja aftur upp traustið.“ Traust beintengt heilsu Að sögn Ragnhildar er traust undirstaða vellíðanar og heilsu: „Ég myndi alltaf segja að traust sé undirstaða raunverulegrar vellíðanar og heilsu. Við vitum t.d. að í vinnuumhverfi þar sem traust er brotið eykst streita og vanlíðan, og það hefur auðvitað bein áhrif á heilsu. Og við vitum líka að rannsóknir sýna að fólk sem er í sambandi þar sem ekki ríkir traust, er almennt ekki eins heilbrigt og það sem er í nánum samböndum þar sem ríkir fullt traust.“ Þrjár gagnlegar leiðir til að byggja upp traust 1. Sýndu stöðugleika Gerðu það sem þú segist ætla að gera og fylgdu hlutunum eftir. Ekki bara öðru hverju- heldur sem oftast. 2. Tileinkaðu þér heiðarleika Segðu hvernig þér líður, hvaða væntingar þú hefur, hvað þér finnst óþægilegt og ósanngjarnt og hvernig þú vilt hafa hlutina. 3. Sýndu samkennd Með því að hlusta og leggja sig fram við að skilja sjónarhorn annarra, skapast rými fyrir virðing og dýpri tengsl. View this post on Instagram A post shared by Auðnast (@audnast) Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast er í eigu Ragnhildar, og Hrefnu Hugosdóttur. Fyrirtækið byggir á tveimur grunnstoðum: Auðnast vinnuvernd og Auðnast klíník, þar sem þær ásamt starfsfólki sinna ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja.
Heilsa Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira