Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2025 10:30 Stefán Jón Hafstein segir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú nýta sér Eurovision til áróðurs. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Stefán skrifaði skoðanapistil á Vísi undir eigin nafni en ekki sem formaður stjórnar þar sem hann sagði meðal annars að Ísrael eigi ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfi í almannaþágu. Boðað hefur verið til aukaþings EBU í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels í keppninni. Hefði átt að gera fyrir löngu Í Bítinu segist Stefán ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið ákveðið að ganga fyrr til atkvæðagreiðslu um framtíð Ísrael í keppninni. Hann hafi komið að málum í fyrsta sinn sem vor sem stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins. „Ég skil ekki hvernig hlutirnir hafa æxlast innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva svo ég sé bara algjörlega hreinskilinn með það. Ég skil til dæmis ekki af hverju það tók einn eða tvo daga að henda Rússum út eftir árásina á Úkraínu en það er búið að halda verndarhendi yfir Ísrael allan þennan tíma eftir allt sem þar hefur gengið á.“ Tekið hafi einn til tvo daga að vísa Rússlandi úr keppni eftir innrás þeirra í Úkraínu. Stefán Jón segir að í hans huga verði að bregðast við með sama hætti gagnvart Ísraelsmönnum. „Og núna eftir að Sameinuðu þjóðirnar gefa út skýrslu þar sem í fyrsta sinn er sagt orðið þjóðarmorð, genocide á ensku, það eru allar mannúðarstofnanir, allt lögfræðilegt álit, alþjóðlegir samningar hafa verið brotnir og að beita hungri sem vopni gegn almenningi er algjört brot á alþjóðalögum og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er endalaust sem Ísrael hefur brotið á almenningi á Gasa.“ Ríkisstjórnin nýti sér keppnina Spurður í Bítinu út í rök þeirra sem telja að Íslendingar eigi ekki að blanda hlutum á borð við Eurovision við pólitík og að Ísraelsmenn séu ekki allir sammála framferði ríkisstjórnar sinnar, segir Stefán: „Þess vegna er ég mjög skýr á því í minni grein að gera greinarmun á milli ísraelsku þjóðarinnar og ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú sem er mjög öfgakennd stjórn í Ísrael.“ Hann segir stjórnina leggja mikla áherslu á þátttöku Ísraels í keppninni. Hún fjármagni áróðursherferð í kringum söngvakeppnina. „Og það er nú eitt af því sem fer í taugarnar á mörgum. Þeir til dæmis lýstu því bara yfir í vor, utanríkisráðuneyti Ísraels, að þeir hefðu fjármagnað alþjóðlega áróðursherferð í þágu framlags Ísraels í söngvakeppninni.“ Samtök Eurovisionunnenda á Norðurlöndum hafi auk þess bent á að Ísrael hafi fjármagnað áróðursherferð í 35 löndum fyrir keppnina sem fór fram í vor. „Þau sögðu að það hefðu verið í 35 löndum sem Ísrael, Ísraelsstjórn, stjórn Benjamíns Netanjahú, fjármagnaði heiftarlega áróðursherferð í 35 löndum til þess að hafa áhrif á úrslitin. Þannig það er enginn munur þarna á. Þetta er áróðursstökkpallur fyrir stjórn Netanjahú.“ Stefán segir þrýstinginn vera orðinn óbærilegan á EBU að bregðast við. Því hafi verið boðað til atkvæðagreiðslu um framtíð Ísrael í keppninni í nóvember. Hann bendir þó á að hún sé ekki bindandi. „Ég vil taka það fram, hver svo sem niðurstaðan verður, þá er hún ekkert bindandi fyrir einstök lönd. Ég segi bara, Ísland gæti þess vegna dregið sig úr keppninni.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2026 Bítið Tengdar fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa boðað til aukaþings í nóvember. Þar verður framtíð Ísraela í Eurovision söngvakeppninni á næsta ári ákveðin og boðað til atkvæðagreiðslu meðal allra aðildarþjóða að EBU. 25. september 2025 18:28 „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. 22. apríl 2025 12:10 Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Verkefnastjóri hjá RÚV telur afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. 9. september 2025 20:02 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Stefán skrifaði skoðanapistil á Vísi undir eigin nafni en ekki sem formaður stjórnar þar sem hann sagði meðal annars að Ísrael eigi ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfi í almannaþágu. Boðað hefur verið til aukaþings EBU í nóvember þar sem greidd verða atkvæði um þátttöku Ísraels í keppninni. Hefði átt að gera fyrir löngu Í Bítinu segist Stefán ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið ákveðið að ganga fyrr til atkvæðagreiðslu um framtíð Ísrael í keppninni. Hann hafi komið að málum í fyrsta sinn sem vor sem stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins. „Ég skil ekki hvernig hlutirnir hafa æxlast innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva svo ég sé bara algjörlega hreinskilinn með það. Ég skil til dæmis ekki af hverju það tók einn eða tvo daga að henda Rússum út eftir árásina á Úkraínu en það er búið að halda verndarhendi yfir Ísrael allan þennan tíma eftir allt sem þar hefur gengið á.“ Tekið hafi einn til tvo daga að vísa Rússlandi úr keppni eftir innrás þeirra í Úkraínu. Stefán Jón segir að í hans huga verði að bregðast við með sama hætti gagnvart Ísraelsmönnum. „Og núna eftir að Sameinuðu þjóðirnar gefa út skýrslu þar sem í fyrsta sinn er sagt orðið þjóðarmorð, genocide á ensku, það eru allar mannúðarstofnanir, allt lögfræðilegt álit, alþjóðlegir samningar hafa verið brotnir og að beita hungri sem vopni gegn almenningi er algjört brot á alþjóðalögum og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er endalaust sem Ísrael hefur brotið á almenningi á Gasa.“ Ríkisstjórnin nýti sér keppnina Spurður í Bítinu út í rök þeirra sem telja að Íslendingar eigi ekki að blanda hlutum á borð við Eurovision við pólitík og að Ísraelsmenn séu ekki allir sammála framferði ríkisstjórnar sinnar, segir Stefán: „Þess vegna er ég mjög skýr á því í minni grein að gera greinarmun á milli ísraelsku þjóðarinnar og ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú sem er mjög öfgakennd stjórn í Ísrael.“ Hann segir stjórnina leggja mikla áherslu á þátttöku Ísraels í keppninni. Hún fjármagni áróðursherferð í kringum söngvakeppnina. „Og það er nú eitt af því sem fer í taugarnar á mörgum. Þeir til dæmis lýstu því bara yfir í vor, utanríkisráðuneyti Ísraels, að þeir hefðu fjármagnað alþjóðlega áróðursherferð í þágu framlags Ísraels í söngvakeppninni.“ Samtök Eurovisionunnenda á Norðurlöndum hafi auk þess bent á að Ísrael hafi fjármagnað áróðursherferð í 35 löndum fyrir keppnina sem fór fram í vor. „Þau sögðu að það hefðu verið í 35 löndum sem Ísrael, Ísraelsstjórn, stjórn Benjamíns Netanjahú, fjármagnaði heiftarlega áróðursherferð í 35 löndum til þess að hafa áhrif á úrslitin. Þannig það er enginn munur þarna á. Þetta er áróðursstökkpallur fyrir stjórn Netanjahú.“ Stefán segir þrýstinginn vera orðinn óbærilegan á EBU að bregðast við. Því hafi verið boðað til atkvæðagreiðslu um framtíð Ísrael í keppninni í nóvember. Hann bendir þó á að hún sé ekki bindandi. „Ég vil taka það fram, hver svo sem niðurstaðan verður, þá er hún ekkert bindandi fyrir einstök lönd. Ég segi bara, Ísland gæti þess vegna dregið sig úr keppninni.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2026 Bítið Tengdar fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa boðað til aukaþings í nóvember. Þar verður framtíð Ísraela í Eurovision söngvakeppninni á næsta ári ákveðin og boðað til atkvæðagreiðslu meðal allra aðildarþjóða að EBU. 25. september 2025 18:28 „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. 22. apríl 2025 12:10 Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Verkefnastjóri hjá RÚV telur afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. 9. september 2025 20:02 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa boðað til aukaþings í nóvember. Þar verður framtíð Ísraela í Eurovision söngvakeppninni á næsta ári ákveðin og boðað til atkvæðagreiðslu meðal allra aðildarþjóða að EBU. 25. september 2025 18:28
„Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. 22. apríl 2025 12:10
Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Verkefnastjóri hjá RÚV telur afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. 9. september 2025 20:02