Heimatilbúið „corny“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. október 2025 09:01 Guðrún Ásdís er fjögurra barna móðir búsett í Höfn á Hornarfirði og heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll. Guðrún Ásdís, sem heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll, deildi nýlega uppskrift að vinsælum hafrastykkjum eftir fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum. Hún segir stykkin henta einstaklega vel sem nesti í skólann, í gönguferðir eða bara með kaffinu. „Þau eru mjög vinsæl hérna heima – krakkarnir elska þau og við líka. Þau eru geggjað nammi með kaffinu, en henta líka fullkomlega sem nesti eftir íþróttaæfingar eða í gönguferðir,“ segir Guðrún. Hún bætir við að stykkin séu bæði mjólkur- og hnetulaus og því fullkomin fyrir fjölskyldur með ofnæmi eða skóla sem banna hnetur. Guðrún er fjögurra barna móðir og eiginkona, búsett á Höfn í Hornafirði. Hún hefur fylgt plöntumiðuðu mataræði í mörg ár og segir markmið sitt að verða 100 ára – og geta staðið á höndum! Nú vinnur hún að því að byggja upp vettvang þar sem fólk getur sótt sér innblástur, fræðslu og samfélag um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl, ásamt því að vinna að samfélagsverkefnum á þessum sviðum. Á Instagram-síðu hennar má nálgast fleiri uppskriftir. Heimatilbúin hafrastykki – okkar útgáfa af „Corny“ Hráefni: ½ bolli sólblómafræsmjör (sólblómafræsmjör þarf að útbúa frá grunni, má nota annarsskonar hnetusmjör – en með sólblómafræjum er þetta hnetulaust) ½ bolli hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 5 stk rískökur, muldar 1½ bolli gróft haframjöl 1 bolli blönduð fræ, hnetur eða rúsínur (sleppið hnetum til að halda hnetulausu) 1 plata suðusúkkulaði Aðferð: Ristið sólblómafræ á pönnu þar til gyllt. Setjið í blandara og blandið þar til verður að smjöri. Það þarf stundum að stoppa og skrapa úr hliðunum – krefst smá þolinmæði. Hitið fræsmjörið með hlynsírópi og vanilludropum við vægan hita. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið við blautefnið. Hrærið vel. Þrýstið í mót ofan á smjörpappír og frystið í nokkra tíma. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir. Setjið aftur í frysti í hálftíma áður en þið skerið niður í bita. View this post on Instagram A post shared by Guðrún // Heilshugar lífsstíll (@heilshugarlifsstill) Matur Uppskriftir Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira
„Þau eru mjög vinsæl hérna heima – krakkarnir elska þau og við líka. Þau eru geggjað nammi með kaffinu, en henta líka fullkomlega sem nesti eftir íþróttaæfingar eða í gönguferðir,“ segir Guðrún. Hún bætir við að stykkin séu bæði mjólkur- og hnetulaus og því fullkomin fyrir fjölskyldur með ofnæmi eða skóla sem banna hnetur. Guðrún er fjögurra barna móðir og eiginkona, búsett á Höfn í Hornafirði. Hún hefur fylgt plöntumiðuðu mataræði í mörg ár og segir markmið sitt að verða 100 ára – og geta staðið á höndum! Nú vinnur hún að því að byggja upp vettvang þar sem fólk getur sótt sér innblástur, fræðslu og samfélag um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl, ásamt því að vinna að samfélagsverkefnum á þessum sviðum. Á Instagram-síðu hennar má nálgast fleiri uppskriftir. Heimatilbúin hafrastykki – okkar útgáfa af „Corny“ Hráefni: ½ bolli sólblómafræsmjör (sólblómafræsmjör þarf að útbúa frá grunni, má nota annarsskonar hnetusmjör – en með sólblómafræjum er þetta hnetulaust) ½ bolli hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 5 stk rískökur, muldar 1½ bolli gróft haframjöl 1 bolli blönduð fræ, hnetur eða rúsínur (sleppið hnetum til að halda hnetulausu) 1 plata suðusúkkulaði Aðferð: Ristið sólblómafræ á pönnu þar til gyllt. Setjið í blandara og blandið þar til verður að smjöri. Það þarf stundum að stoppa og skrapa úr hliðunum – krefst smá þolinmæði. Hitið fræsmjörið með hlynsírópi og vanilludropum við vægan hita. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið við blautefnið. Hrærið vel. Þrýstið í mót ofan á smjörpappír og frystið í nokkra tíma. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir. Setjið aftur í frysti í hálftíma áður en þið skerið niður í bita. View this post on Instagram A post shared by Guðrún // Heilshugar lífsstíll (@heilshugarlifsstill)
Matur Uppskriftir Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira