Veisla fyrir augu og eyru Símon Birgisson skrifar 1. október 2025 07:00 Inn í litríka ástarsöguna blandast ýmsir þræðir. Franska byltingin, frelsisþráin, stéttabarátta, kraftur listarinnar og auðvitað heill hellingur af dönsum og tónlistarnúmerum. Íris Dögg Einarsdóttir Það kom mér ekkert á óvart að áhorfendur voru með símann á lofti þegar maður gekk inn í stóra salinn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sviðsmyndin sem tekur á móti manni er glæsileg og lýsingin í salnum færir mann strax inn í heim Moulin Rouge. Svo hefst veislan og frá fyrstu mínútu er manni ljóst að hér er ekki um „hefðbundinn“ íslenskan söngleik að ræða. Þetta er sýning sem „hækkar ránna“ ef maður grípur til líkingamáls úr íþróttaheiminum, vettvangur fyrir fjöldann allan af listamönnum að sýna sig og sanna. Hvert íslenskt leikhús heldur héðan er svo önnur og stærri spurning. Moulin Rouge – Borgarleikhúsið. Frumsýnt 27. september Handrit: John Logan byggt á kvikmynd Baz Luhrman. Tónlistarútsetningar Justin Livine. Sviðsetning: Anders Albien. Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason. Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson. Úr bíó á svið Ástralski leikstjórinn Baz Luhrmann var upp á sitt besta á tíunda áratugnum. Myndirnar Strictly Ballroom (1992), Romeo + Juliet (1996) og Moulin Rouge (2001) mynduðu þríleik og eru fyrir löngu orðnar ein af skemmtilegri birtingarmyndum póst-módernismans í kvikmyndagerð. Þetta eru myndir þar sem allt er leyfilegt; hámenningu og lágmenningu er hent í blandarann svo úr verður eitthvað nýtt og ögrandi. Þessi skynjunarveisla nær kannski hápunkti í Moulin Rouge þar sem Ewan McGregor og Nicole Kidman fóru á kostum í hlutverkum Satine og Christian í Rauðu Myllunni og tónlist MTV-kynslóðarinnar smellpassar við Belle Époque-tímabilið og franska kabarettdansa. Kvikmyndin hefur lifað góðu lífi og er löngu orðin klassík og virðast strax hafa kviknað hugmyndir um að færa myndina á leiksvið. Það var þó ekki fyrr en árið 2018 sem söngleikurinn Moulin Rouge var frumsýndur á Broadway og hlaut fjölda verðlauna. Sýningin hefur farið víða um heim, rataði til Norðurlandanna árið 2023 og nú á stóra svið Borgarleikhússins. Hildur Vala Baldursdóttir kemur svífandi inn á sviðið.Íris Dögg Einarsdóttir Met í listrænum stjórnendum Af hverju að fara yfir þessa uppsetningarsögu söngleiksins? Jú, eitt af því sem er frábrugðið við þessa sýningu, miðað við hefðbundnar uppsetningar á Íslandi, er að þetta er ekki íslensk framleiðsla. Hér er um að ræða tilbúna vöru, margreynda og prufaða á hinum ýmsu sviðum. Ég hef aldrei séð jafn marga listræna stjórnendur talda upp í leikskrá og það er of langt mál að telja þá alla upp hér. Það eru hinir upphaflegu listrænu stjórnendur, svo eru það listrænir stjórnendur Nordiska og að lokum listrænir stjórnendur Borgarleikhússins (hægt er að kynna sér þetta betur á netinu). Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir, tónlistarstjórn í höndum Jóns Ólafssonar og þýðingin eftir Braga Valdimar Skúlason svo nokkrir séu nefndir. Ég tel þessi þrjú upp því þrátt fyrir metfjölda listrænna stjórnenda á einni sýningu þá finnst mér mega hrósa þeirra framlagi sérstaklega. Þýðingin er algjörlega frábær, alls ekki auðvelt verk því öllum söngtextanum er snarað á íslensku og ekki um neina smá smelli að ræða – t.d. Heroes eftir David Bowie, Chandelier í flutningi Shia, Toxic með Britney og svo mætti halda áfram. Afar vel gert hjá Braga. Tónlistarstjórn Jóns Ólafssonar var frábær – þvílík fagmennska hjá bandinu, hvergi var slegin feilnóta, hljóðblöndun var upp á tíu og gott jafnvægi milli hins talaða texta og sungna. Íris Dögg Einarsdóttir Miklar umbúðir Maður hlýtur að gera ráð fyrir að stór hluti áhorfenda sem mæti á Moulin Rouge þekki söguna úr bíómyndinni. Við fylgjumst með hinum unga og saklausa Christian (Mikael Kaaber) sem kemur til Parísar með drauma, vonir, væntingar og gullfallega söngrödd í farteskinu. Hann kynnist listamönnunum og bóhemunum Santiago (Haraldur Ari Stefánsson) og Toulouse Lautrec (Björn Stefánsson) sem fá hann til að vinna hjarta hinnar gullfallegu Satine (Hildur Vala Baldursdóttir). Satine er aðalstjarnan á hinum goðsagnakennda skemmtistað – Rauðu Myllunni eða Moulin Rouge þar sem Harold Zidler (Halldór Gylfason) ræður ríkjum. Harold er einhvers konar blanda af hórmangara og skemmtanastjóra og eru örlög hans, myllunnar og undirmálsfólksins sem dansar og skemmtir á staðnum samofin. Til að bjarga staðnum ætlar Zidler sér að selja Satine í hendur hertogans af Monroth (Valur Freyr Einarsson) sem er illmenni sýningarinnar. Planið fer ekki eins og hann ætlar sér, fyrir misskilning fella Satine og Christian hugi saman en hertoginn sér til þess að hann fái vilja sínum framgengt í krafti peninga og valds. Inn í þessa litríku ástarsögu blandast ýmsir þræðir. Franska byltingin, frelsisþráin, stéttabarátta, kraftur listarinnar og auðvitað heill hellingur af dönsum og tónlistarnúmerum. Söngleikurinn Moulin Rouge! gerist í París 1899 þar sem söngvaskáldið Christian kemur til borgarinnar í leit að innblæstri.Íris Dögg Einarsdóttir Hverjir stóðu upp úr Það væri of mikið verk að fara að dæma frammistöðu hvers einasta leikara eða dansara í sýningunni. Það var gríðarleg orka í öllum þeim sem stóðu á sviðinu. En mig langar að minnast á nokkra listamenn sem heilluðu mig sérstaklega. Fyrst er það Hildur Vala Baldursdóttir sem hefur nú í tveimur söngleikjum í röð sýnt okkur hvers hún er megnug (Hildur lék aðalhlutverkið í Frosti í Þjóðleikhúsinu). Hildur er með ótrúlega rödd en ræður einnig fullkomlega við að blanda sviðshreyfingum og tjáningu saman við sönginn. Það væri spennandi að sjá hvort hún taki ekki áhættu og prufi sig í hefðbundnari leikritum í framtíðinni. Mikael Kaaber fær mikla ábyrgð þrátt fyrir ungan aldur í sýningunni. Hann var aðeins stífari á sviðinu og smá misvægi milli raddsviða en í heildina verður maður að hrósa honum – þetta er ekkert smá hlutverk, það mæðir mikið á honum og Hildi Völu, og hann átti mörg falleg augnablik. Leikarinn sem heillaði mig upp úr skónum var hins vegar Björn Stefánsson í hlutverki listamannsins Toulouse – og ekki í fyrsta skipti. Björn er að verða reglulegur senuþjófur og hér fær söngrödd hans einnig að njóta sín. Ég er ekki frá því að hann átti eitt fallegasta söngnúmer sýningarinnar þegar hann flutti Nature boy eftir Nat King Cole. Haraldur Ari og Íris Tanja Flygenring voru fullkomin í hlutverkum Santiago og Nini sem eiga sér kannski dekkri hliðar en aðrir í sýningunni. Og Valur Freyr Einarsson, sem var kannski hófstilltari í leikstíl en aðrir á sviðinu, túlkaði hertogann af Monroth á þann hátt að sýn manns á persónuna breyttist eftir því sem leið á. Hann varð hættulegri og hreint út sagt hrottalegur eftir hlé. Það var líka gaman að sjá Margréti Eir á sviðinu. Hún er frábær söngkona og áttu þær Margrét og Esther Talía Casey sinn þátt í að gera söngnúmerin jafn flott og raun bar vitni. Þau Mikael Kaaber og Hildur Vala Baldursdóttir fara með aðalhlutverk í söngleiknum en þau túlka Christian og Satine. Frekar þunn saga Þegar ég lýsi Moulin Rouge-söngleiknum sem veislu fyrir augu og eyru er ég ekkert að draga úr hlutunum. Í anda hins sanna póstmódernisma ægir öllu saman og maður á stundum fullt í fangi með að átta sig á hvaða poppsmellir hljóma hverju sinni. Öll heimsins popptónlist skiptir þó litlu máli ef sagan er ekki góð – ef leikritið snertir ekki við manni og þar liggur kannski eini augljósi vankanti sýningarinnar. Líkt og í upprunalegu myndinni er sagan ekkert sérstaklega sterk og það kom einna helst í ljós eftir hlé. Þegar leið að tilfinningalegum hápunkti verksins stóð manni svolítið á sama um örlög hinna forboðnu elskenda. Það var eins og leikritið og söngleikurinn dönsuðu ekki alveg í takt. Það var einna helst samband Satine og Toulouse sem hafði tilfinningalega dýpt og náði manni. Toulouse á sér fleiri hliðar en Christian og áttar sig á hættunni sem planið þeirra hefur komið þeim í. Lokasenurnar urðu því ekkert sérstaklega dramatískt leikhús og á endanum hafði söngleikurinn vinninginn, frægustu númerin úr myndinni endurtekin og haldið áfram í stuðinu þar til enginn var eftir í salnum. En... þegar ég gekk út úr leikhúsinu fann ég fyrir smá tómarúmi, svona svipuðum fíling eins og eftir aðeins of langt partý sem fór kannski aðeins úr böndunum. Og það er þessi hálfa stjarna sem vantar upp. Leikstjóri íslensku uppfærslunnar er Brynhildur Guðjónsdóttir. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson og þýðing er í höndum Braga Valdimars Skúlasonar.BORGARLEIKHÚSIÐ Hvert svo? Ég sagði fyrr í dómnum að þessi uppsetning Leikfélags Reykjavíkur á Moulin Rouge hækki ránna, setji ný viðmið um hvað er hægt að gera í íslensku leikhúsi. Á sama tíma vakna líka hjá manni spurningar um hvort þetta sé það sem koma skal og hver fórnarkostnaðurinn sé á móti? Ef maður flettir í gegnum dagskrá Borgarleikhússins í vetur eru ekki margar frumsýningar á öðrum verkum en Moulin Rouge og eru þau flest dæmd á minni svið. Þetta er ekkert ósvipað því sem gerðist í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári eftir hina miklu velgengni Frosts. Þar stóð Kassinn nánast tómur megnið af leikárinu og frumsýningar á nýjum verkum fáar. Er kannski kominn tími á að það þurfi að ráðast í byggingu á nýju leikhúsi á Íslandi, einhvers konar söngleikjahöll sem rúmi sýningar á borð við Frost og Moulin Rouge og taki við þeim áhorfendafjölda sem þarf til að sýningarnar beri sig og skili hagnaði? Borgarleikhúsið tekur með Moulin Rouge áhættu. Og þó að sýningin komi nokkuð klár í póstinum þá er alltaf hægt að klúðra hlutunum. Sú er ekki raunin hér. Ástríða Brynhildar fyrir Frakklandi og París, alveg frá því hún sló í gegn í hlutverki Edith Piaf um árið er áþreifanleg í þessu verkefni. Svona sýning fer ekki á svið nema einhver trúi og brenni fyrir því og Brynhildur má alveg vera stolt – bæði af frábæru leikári í fyrra og svo þessum magnaða söngleik. Niðurstaða: Moulin Rouge er stórkostlegur söngleikur sem á eftir að heilla íslenska áhorfendur. Stjarna Hildar Völu skín skært. Söguþráðurinn er pínu þunnur en show-ið svíkur engan og fyrir þá sem vilja upplifa magnaða skemmtun, nostalgíu og stuð er vel þess virði að kaupa sér miða. Gagnrýni Símonar Birgissonar Borgarleikhúsið Leikhús Menning Tónlist Tengdar fréttir Leiksigur Ladda Hver er Laddi? Hver er maðurinn á bak við grímuna? Á bak við persónurnar sem eru löngu orðin hluti af þjóðarvitund Íslendinga? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem stórsýningin Þetta er Laddi reynir að svara í gegnum leik, dans, söng og grín. 10. mars 2025 08:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Moulin Rouge – Borgarleikhúsið. Frumsýnt 27. september Handrit: John Logan byggt á kvikmynd Baz Luhrman. Tónlistarútsetningar Justin Livine. Sviðsetning: Anders Albien. Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason. Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson. Úr bíó á svið Ástralski leikstjórinn Baz Luhrmann var upp á sitt besta á tíunda áratugnum. Myndirnar Strictly Ballroom (1992), Romeo + Juliet (1996) og Moulin Rouge (2001) mynduðu þríleik og eru fyrir löngu orðnar ein af skemmtilegri birtingarmyndum póst-módernismans í kvikmyndagerð. Þetta eru myndir þar sem allt er leyfilegt; hámenningu og lágmenningu er hent í blandarann svo úr verður eitthvað nýtt og ögrandi. Þessi skynjunarveisla nær kannski hápunkti í Moulin Rouge þar sem Ewan McGregor og Nicole Kidman fóru á kostum í hlutverkum Satine og Christian í Rauðu Myllunni og tónlist MTV-kynslóðarinnar smellpassar við Belle Époque-tímabilið og franska kabarettdansa. Kvikmyndin hefur lifað góðu lífi og er löngu orðin klassík og virðast strax hafa kviknað hugmyndir um að færa myndina á leiksvið. Það var þó ekki fyrr en árið 2018 sem söngleikurinn Moulin Rouge var frumsýndur á Broadway og hlaut fjölda verðlauna. Sýningin hefur farið víða um heim, rataði til Norðurlandanna árið 2023 og nú á stóra svið Borgarleikhússins. Hildur Vala Baldursdóttir kemur svífandi inn á sviðið.Íris Dögg Einarsdóttir Met í listrænum stjórnendum Af hverju að fara yfir þessa uppsetningarsögu söngleiksins? Jú, eitt af því sem er frábrugðið við þessa sýningu, miðað við hefðbundnar uppsetningar á Íslandi, er að þetta er ekki íslensk framleiðsla. Hér er um að ræða tilbúna vöru, margreynda og prufaða á hinum ýmsu sviðum. Ég hef aldrei séð jafn marga listræna stjórnendur talda upp í leikskrá og það er of langt mál að telja þá alla upp hér. Það eru hinir upphaflegu listrænu stjórnendur, svo eru það listrænir stjórnendur Nordiska og að lokum listrænir stjórnendur Borgarleikhússins (hægt er að kynna sér þetta betur á netinu). Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir, tónlistarstjórn í höndum Jóns Ólafssonar og þýðingin eftir Braga Valdimar Skúlason svo nokkrir séu nefndir. Ég tel þessi þrjú upp því þrátt fyrir metfjölda listrænna stjórnenda á einni sýningu þá finnst mér mega hrósa þeirra framlagi sérstaklega. Þýðingin er algjörlega frábær, alls ekki auðvelt verk því öllum söngtextanum er snarað á íslensku og ekki um neina smá smelli að ræða – t.d. Heroes eftir David Bowie, Chandelier í flutningi Shia, Toxic með Britney og svo mætti halda áfram. Afar vel gert hjá Braga. Tónlistarstjórn Jóns Ólafssonar var frábær – þvílík fagmennska hjá bandinu, hvergi var slegin feilnóta, hljóðblöndun var upp á tíu og gott jafnvægi milli hins talaða texta og sungna. Íris Dögg Einarsdóttir Miklar umbúðir Maður hlýtur að gera ráð fyrir að stór hluti áhorfenda sem mæti á Moulin Rouge þekki söguna úr bíómyndinni. Við fylgjumst með hinum unga og saklausa Christian (Mikael Kaaber) sem kemur til Parísar með drauma, vonir, væntingar og gullfallega söngrödd í farteskinu. Hann kynnist listamönnunum og bóhemunum Santiago (Haraldur Ari Stefánsson) og Toulouse Lautrec (Björn Stefánsson) sem fá hann til að vinna hjarta hinnar gullfallegu Satine (Hildur Vala Baldursdóttir). Satine er aðalstjarnan á hinum goðsagnakennda skemmtistað – Rauðu Myllunni eða Moulin Rouge þar sem Harold Zidler (Halldór Gylfason) ræður ríkjum. Harold er einhvers konar blanda af hórmangara og skemmtanastjóra og eru örlög hans, myllunnar og undirmálsfólksins sem dansar og skemmtir á staðnum samofin. Til að bjarga staðnum ætlar Zidler sér að selja Satine í hendur hertogans af Monroth (Valur Freyr Einarsson) sem er illmenni sýningarinnar. Planið fer ekki eins og hann ætlar sér, fyrir misskilning fella Satine og Christian hugi saman en hertoginn sér til þess að hann fái vilja sínum framgengt í krafti peninga og valds. Inn í þessa litríku ástarsögu blandast ýmsir þræðir. Franska byltingin, frelsisþráin, stéttabarátta, kraftur listarinnar og auðvitað heill hellingur af dönsum og tónlistarnúmerum. Söngleikurinn Moulin Rouge! gerist í París 1899 þar sem söngvaskáldið Christian kemur til borgarinnar í leit að innblæstri.Íris Dögg Einarsdóttir Hverjir stóðu upp úr Það væri of mikið verk að fara að dæma frammistöðu hvers einasta leikara eða dansara í sýningunni. Það var gríðarleg orka í öllum þeim sem stóðu á sviðinu. En mig langar að minnast á nokkra listamenn sem heilluðu mig sérstaklega. Fyrst er það Hildur Vala Baldursdóttir sem hefur nú í tveimur söngleikjum í röð sýnt okkur hvers hún er megnug (Hildur lék aðalhlutverkið í Frosti í Þjóðleikhúsinu). Hildur er með ótrúlega rödd en ræður einnig fullkomlega við að blanda sviðshreyfingum og tjáningu saman við sönginn. Það væri spennandi að sjá hvort hún taki ekki áhættu og prufi sig í hefðbundnari leikritum í framtíðinni. Mikael Kaaber fær mikla ábyrgð þrátt fyrir ungan aldur í sýningunni. Hann var aðeins stífari á sviðinu og smá misvægi milli raddsviða en í heildina verður maður að hrósa honum – þetta er ekkert smá hlutverk, það mæðir mikið á honum og Hildi Völu, og hann átti mörg falleg augnablik. Leikarinn sem heillaði mig upp úr skónum var hins vegar Björn Stefánsson í hlutverki listamannsins Toulouse – og ekki í fyrsta skipti. Björn er að verða reglulegur senuþjófur og hér fær söngrödd hans einnig að njóta sín. Ég er ekki frá því að hann átti eitt fallegasta söngnúmer sýningarinnar þegar hann flutti Nature boy eftir Nat King Cole. Haraldur Ari og Íris Tanja Flygenring voru fullkomin í hlutverkum Santiago og Nini sem eiga sér kannski dekkri hliðar en aðrir í sýningunni. Og Valur Freyr Einarsson, sem var kannski hófstilltari í leikstíl en aðrir á sviðinu, túlkaði hertogann af Monroth á þann hátt að sýn manns á persónuna breyttist eftir því sem leið á. Hann varð hættulegri og hreint út sagt hrottalegur eftir hlé. Það var líka gaman að sjá Margréti Eir á sviðinu. Hún er frábær söngkona og áttu þær Margrét og Esther Talía Casey sinn þátt í að gera söngnúmerin jafn flott og raun bar vitni. Þau Mikael Kaaber og Hildur Vala Baldursdóttir fara með aðalhlutverk í söngleiknum en þau túlka Christian og Satine. Frekar þunn saga Þegar ég lýsi Moulin Rouge-söngleiknum sem veislu fyrir augu og eyru er ég ekkert að draga úr hlutunum. Í anda hins sanna póstmódernisma ægir öllu saman og maður á stundum fullt í fangi með að átta sig á hvaða poppsmellir hljóma hverju sinni. Öll heimsins popptónlist skiptir þó litlu máli ef sagan er ekki góð – ef leikritið snertir ekki við manni og þar liggur kannski eini augljósi vankanti sýningarinnar. Líkt og í upprunalegu myndinni er sagan ekkert sérstaklega sterk og það kom einna helst í ljós eftir hlé. Þegar leið að tilfinningalegum hápunkti verksins stóð manni svolítið á sama um örlög hinna forboðnu elskenda. Það var eins og leikritið og söngleikurinn dönsuðu ekki alveg í takt. Það var einna helst samband Satine og Toulouse sem hafði tilfinningalega dýpt og náði manni. Toulouse á sér fleiri hliðar en Christian og áttar sig á hættunni sem planið þeirra hefur komið þeim í. Lokasenurnar urðu því ekkert sérstaklega dramatískt leikhús og á endanum hafði söngleikurinn vinninginn, frægustu númerin úr myndinni endurtekin og haldið áfram í stuðinu þar til enginn var eftir í salnum. En... þegar ég gekk út úr leikhúsinu fann ég fyrir smá tómarúmi, svona svipuðum fíling eins og eftir aðeins of langt partý sem fór kannski aðeins úr böndunum. Og það er þessi hálfa stjarna sem vantar upp. Leikstjóri íslensku uppfærslunnar er Brynhildur Guðjónsdóttir. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson og þýðing er í höndum Braga Valdimars Skúlasonar.BORGARLEIKHÚSIÐ Hvert svo? Ég sagði fyrr í dómnum að þessi uppsetning Leikfélags Reykjavíkur á Moulin Rouge hækki ránna, setji ný viðmið um hvað er hægt að gera í íslensku leikhúsi. Á sama tíma vakna líka hjá manni spurningar um hvort þetta sé það sem koma skal og hver fórnarkostnaðurinn sé á móti? Ef maður flettir í gegnum dagskrá Borgarleikhússins í vetur eru ekki margar frumsýningar á öðrum verkum en Moulin Rouge og eru þau flest dæmd á minni svið. Þetta er ekkert ósvipað því sem gerðist í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári eftir hina miklu velgengni Frosts. Þar stóð Kassinn nánast tómur megnið af leikárinu og frumsýningar á nýjum verkum fáar. Er kannski kominn tími á að það þurfi að ráðast í byggingu á nýju leikhúsi á Íslandi, einhvers konar söngleikjahöll sem rúmi sýningar á borð við Frost og Moulin Rouge og taki við þeim áhorfendafjölda sem þarf til að sýningarnar beri sig og skili hagnaði? Borgarleikhúsið tekur með Moulin Rouge áhættu. Og þó að sýningin komi nokkuð klár í póstinum þá er alltaf hægt að klúðra hlutunum. Sú er ekki raunin hér. Ástríða Brynhildar fyrir Frakklandi og París, alveg frá því hún sló í gegn í hlutverki Edith Piaf um árið er áþreifanleg í þessu verkefni. Svona sýning fer ekki á svið nema einhver trúi og brenni fyrir því og Brynhildur má alveg vera stolt – bæði af frábæru leikári í fyrra og svo þessum magnaða söngleik. Niðurstaða: Moulin Rouge er stórkostlegur söngleikur sem á eftir að heilla íslenska áhorfendur. Stjarna Hildar Völu skín skært. Söguþráðurinn er pínu þunnur en show-ið svíkur engan og fyrir þá sem vilja upplifa magnaða skemmtun, nostalgíu og stuð er vel þess virði að kaupa sér miða.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Borgarleikhúsið Leikhús Menning Tónlist Tengdar fréttir Leiksigur Ladda Hver er Laddi? Hver er maðurinn á bak við grímuna? Á bak við persónurnar sem eru löngu orðin hluti af þjóðarvitund Íslendinga? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem stórsýningin Þetta er Laddi reynir að svara í gegnum leik, dans, söng og grín. 10. mars 2025 08:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Leiksigur Ladda Hver er Laddi? Hver er maðurinn á bak við grímuna? Á bak við persónurnar sem eru löngu orðin hluti af þjóðarvitund Íslendinga? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem stórsýningin Þetta er Laddi reynir að svara í gegnum leik, dans, söng og grín. 10. mars 2025 08:00