Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. september 2025 08:02 Það sem kemur í ljós í samtali við Sóley Dröfn Davíðsdóttur, yfirsálfræðings hjá Kvíðameðferðastöðinni, er að fullkomnunarárátta á sér margar birtingarmyndir og kemur víða við; Myndar togstreitu á vinnustöðum og í parsambandi, einkennist af allt eða ekkert hugsuninni eða því að vera stanslaust óánægður með sjálfan sig eða aðra. Vísir/Anton Brink Eitt af því sem er svo sláandi við það að heyra um einkenni fullkomnunaráráttu, er að án efa kannast flestir við einhver dæmi sem Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur hjá Kvíðameðferðastöðinni nefnir. Annað hvort frá einhverjum sem fólk þekkir. Eða einfaldlega frá sjálfu sér. „Fullkomnunarárátta kemur við sögu í prófkvíða, líkamsskynjunarröskun, átröskunum, þunglyndi og þráhyggju- og áráttu (OCD) svo dæmi séu nefnd. Þeir sem þróa með sér OCD gera oft ofurkröfur til sín siðferðilega og finnst það á þeirra ábyrgð að fyrirbyggja allt sem mögulega gæti komið fyrir.“ segir Sóley. Sem nefnir líka í samtalinu hvernig þessi „allt eða ekkert“ hugsun getur orðið ríkjandi: Að annað hvort gerum við hlutina óaðfinnanlega. Eða sleppum því. Sóley tekur dæmi um hvernig sumir klára aldrei námið sitt, vegna þess að ritgerðin þarf að vera svo fullkomin. Eða finna sér aldrei lífsförunaut eða hamingju í parsambandi, vegna þess að kröfurnar eru svo miklar. En hvað er raunhæft og hvað ekki? „Það er ekkert fullkomið undir sólinni, þegar betur er að gáð,“ svarar Sóley og bætir við: Kröfur fólks með fullkomnunaráráttu eru því algjörlega óraunhæfar. Þessi afstaða býður því upp á eilífa óánægju og niðurbrot, streitu og tímaskort því það fer endalaus tími í það að eltast við þessa tálsýn.“ Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Í dag fræðumst við um fullkomnunaráráttu. Dæmi sem við öll þekkjum Sóley hefur áður verið okkur innan handar tengt ýmsum öðrum málum. Til dæmis þráhyggju- og áráttu og sérstaka útlitsþráhyggju, öðru nafni líkamsskynjunarröskun. Með Kvíðameðferðarstöðinni höfum við líka lært heilmikið um félagsfælni og þegar grannt er að gáð, er hægt að sjá hvernig hlutirnir haldast oft í hendur. Sá sem er til dæmis með félagsfælni getur verið með fullkomnunaráráttu líka, en þó ekki endilega á sama hátt og aðrir sem eru með fullkomnunaráráttu. „Það eru til mismunandi afbrigði af fullkomnunaráráttu og hún getur verið á einu eða fleiri sviðum.“ Sóley tekur nokkur góð dæmi fyrir okkur. „Fullkomnunaráráttan getur verið mest í eigin garð og fylgir því eilíf óánægja með eigin frammistöðu, með tilheyrandi sjálfsniðurrifi og depurð, sérstaklega þegar gerð eru mistök,“ nefnir Sóley sem fyrsta dæmið. „Hjá sumum gætir svo fullkomnunaráráttu í garð annarra og eru þá gerðar slíkar kröfur til samferðafólks að það stendur sjaldnast undir þeim. Viðkomandi verður þá fyrir eilífum vonbrigðum með aðra og finnur oft til pirrings og reiði, og á erfitt með að treysta þeim fyrir verkefnum.“ Sóley segir svona fullkomnunaráráttu oft geta skapað togstreitu á vinnustað og í samböndum fólks. Leitt til ágreinings og jafnvel átaka. Sumir í þessum hópi fara aldrei í samband þar sem illmögulegt reynist að finna hinn „fullkomna“ lífsförunaut. Sér í lagi ef þeir eru líka haldnir rómantískri fullkomnunaráráttu og vænta þess að þeir eigi eilíflega að vera bálskotnir í makanum; annars sé eitthvað mikið af sambandinu.“ Þá er það fullkomnunaráráttan sem fylgir félagsfælni. „En þá finnst fólki að það verði að koma óaðfinnalega fyrir og leika á als oddi í samræðum. Eftir því sem þessar kröfur verða meiri, því erfiðara verður að slaka á og njóta sín. Hér gleymum við því að aðrir vilja aðallega að okkur líki vel við þá og því er mikilvægast að sýna þeim áhuga, en ekki að láta okkar ljós skína,“ segir Sóley en bætir við: „Svo líður fólki nú yfirleitt best nálægt þeim sem sýna að þeir eru mannlegir og gera mistök, en eru ekki betra en það, í alla staði. Besta fyrirmyndin er almennt sú sem er „nógu góð“ en ekki fullkomin, því það er alltaf erfitt að bera sig saman við ofurmenni.“ Afbrigði fullkomnunaráráttu getur verið mismunandi og tekur Sóley mörg dæmi sem líklegt er að flestir kannist við einhvers staðar frá. Til dæmis það hvernig sumir klára jafnvel ekki námið sitt eða gera óeðlilegar kröfur til makasambandsins.Vísir/Anton Brink Allt eða ekkert hugsunin Og enn heldur Sóley áfram með dæmi sem flestir þekkja frá einhverjum. Eða: Frá okkur sjálfum. „Ef ég get ekki gert hlutina fullkomlega get ég allt eins sleppt því“ og „ef ég er ekki 100% er ég algjört 0,“ nefnir Sóley sem fyrsta dæmið. „Sá sem er alltaf að snyrta á sér toppinn því hann þarf að vera þráðbeinn og er farin að eyða klukkutímum í það á dag. Hann endar svo kannski á því að raka af sér hárið því það er auðveldara en að festast í viðjum áráttunnar,“ er enn eitt dæmið. „Háskólaprófessor birtir eina grein á tíu ára fresti því honum finnst hún þurfi að vera hafin yfir alla gagnrýni. Á meðan dúndra kollegar hans út greinum sem eru kannski aðeins síðri, en nógu góðar fyrir flesta.“ Að halda þetta út, getur líka verið ómögulegt. „Þeir sem eru haldnir lotugræðgi sveiflast líka milli þess að vera ofurstrangir við sig í mataræðinu en springa svo á limminu og gera hið gagnstæða.“ Vandinn við fullkomnunaráráttuna er hins vegar þessi: „Við höldum að fullkomnunarárátta bæti frammistöðu okkar en hún getur líka gert það að verkum að það verður ótrúlega erfitt að byrja á einhverju og sumu sleppum við hreinlega að gera, af ótta við að það verði ekki nógu gott. Þannig hafa sumar frestað prófum og ritgerðaskilum og jafnvel aldrei náð að útskrifast úr námi.“ Og það er einmitt þarna sem hnífurinn stendur í kúnni. Því þótt flest okkar viljum gera hlutina vel, snýst fullkomnunaráráttan um það að kröfurnar verða svo miklar að það er í raun engin leið að standast þær. Og það er þá sem vandræðin eru í uppsiglingu: Því þá er alveg sama hvað við leggjum hart að okkur, okkur mun eilíflega mistakast því við hefðum alltaf getað gert betur og einhver gerir betur en við.“ Sóley segir kröfur fólks með fullkomnunaráráttu algjörlega óraunhæfar og að áráttunni fylgi eilíf óánægja með sjálfan sig eða aðra, niðurbrot, streita, tímaskortur og fleira. Enda fari endalaus tími í að eltast við einhverja tálsýn. Vísir/Anton Brink Góðu ráðin og fyrirmyndir Sóley segir erfitt að staðhæfa að fullkomnunarárátta hafi aukist, því hún er ekki skilgreind sem geðröskun. Þá er erfitt að segja til um hvort til dæmis samfélagsmiðlar séu líklegir til að auka á fullkomnunaráráttu, því þar má bæði sjá góðu áhrifin og þau sem hafa kannski ekki eins góð áhrif á okkur. „Á samfélagsmiðlum reynum við að gefa sem besta mynd af okkur og þá er hætt við því að við birtum aðeins flottustu myndirnar og eftirminnilegustu augnablikin. Þegar við skoðum færslur annarra geta þeir auðveldlega virst fallegri og farsælli en við,“ segir Sóley en bætir við: „Við berum líka ytra borð annarra saman við innra borð okkar, og sjáum ekki hvað aðrir eru að glíma við á bakvið tjöldin. Því geta samfélagsmiðlar örugglega ýtt undir fullkomnunaráráttu á ýmsum sviðum, enda dynja á okkur endalaus skilaboð um hvernig við eigum, og eigum ekki að vera.“ Sóley segir vestræna menningu einfaldlega þannig mótaða að hún ýti undir samkeppni við aðra. „Það bætist ofan á þau skilaboð sem við höfum fengið frá blautu barnsbeini, um það hvernig við eigum að standa, sitja og tala öðruvísi. Vissulega þarf að segja börnum til, en í uppvexti skiptir máli að meirihluti skilaboðanna sem þeim eru send, séu jákvæð.“ Að sjá fyrirmyndir á samfélagsmiðlum getur samt líka virkað hvetjandi og hjálpað þeim sem eru með fullkomnunaráráttu. „Mér finnst flott sem sumar frægar leikkonur hafa gert, að birta myndir af sér ómálaðar og án filtera á samfélagsmiðjum og þá sést best að þær eru ósköp venjulegar án farða. Það hefur líka verið sagt við leikara að þeir þurfi að „þora að vera ljótir“. Því það að vera ofurupptekinn af eigin framkomu og útliti hamlar fólki á þessu sviði, sem öðrum,“ nefnir Sóley sem dæmi. Sóley segir fullkomnunaráráttu byggja á ótta um að eitthvað slæmt geti gerst. Þess vegna sé besta ráðið að láta á það reyna, hvað myndi gerast ef við myndum standa okkur aðeins verr. Það geti til dæmis verið ágætis æfing að æfa okkur stundum í að gera hlutina bara 70%, jafnvel að slæða viljandi inn stafsetningavillu í tölvupóst og fleira.Vísir/Anton Brink Fyrst og fremst segir Sóley fullkomnunaráráttu snúast um það að ef maður geriekki allt óaðfinnalega muni eitthvað hræðilegt gerast, öðrum til dæmis mislíka og þeir jafnvel hafna manni. Sem þýðir að besta ráðið til að sporna við óttanum, er einfaldlega að láta á það reyna hvað gerist ef maður stendur sig verr. „Það er til dæmis góð æfing að gera viljandi mistök og sjá hvað gerist, þó ég mæli ekki með því að skurðlæknar taki þetta til sín í störfum!“ segir Sóley en bætir við: „Að gríni slepptu, þá á ég við að gera viljandi ýmis mistök sem flestir myndu telja lítilvæg. Lauma stafsetningarvillum í tölvupósta og láta þá frá sér án yfirlestrar, spyrja heimskulegra spurninga og „skrifa lélegan texta“ svo dæmis séu nefnd. Eða gera bara eitthvað 70%.“ Sóley segir að oft virðist eins og fólk standi frammi fyrir tveimur dyrum í lífinu. „Aðrar sem merktar eru fullkomleikanum en hinar meðalmennskunni.“ Þar er freistandi að fara inn um fyrrnefndu dyrnar, meðalmennskan virkar svo óspennandi. „En á sama tíma er hún ótrúlega frelsandi,“ segir Sóley. Og bendir loks á enn eina staðreyndina. Flest af því sem við njótum hvað mest í lífinu hefur minnst með fullkomnun að gera eins og að borða góðan ís eða hlusta á tónlist. Svo, þegar allt kemur til alls, skiptir kannski mestu máli að vera góður, eins og ánamaðkurinn ráðlagði óöruggu lirfunni í bíómyndinni Litla lirfan ljóta.“ Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” „Það er í sjálfu sér ekki til neitt vandamál eða greiningarflokkur sem heitir „útlitsþráhyggja” en í kringum 2% fólks glímir við líkamsskynjunarröskun sem heyrir undir þráhyggju- og árátturófið,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. 26. janúar 2025 08:01 Þráhyggja og árátta: „Getur tekið mikinn tíma og orku frá okkur á hverjum degi“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 „Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02 Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Sjá meira
„Fullkomnunarárátta kemur við sögu í prófkvíða, líkamsskynjunarröskun, átröskunum, þunglyndi og þráhyggju- og áráttu (OCD) svo dæmi séu nefnd. Þeir sem þróa með sér OCD gera oft ofurkröfur til sín siðferðilega og finnst það á þeirra ábyrgð að fyrirbyggja allt sem mögulega gæti komið fyrir.“ segir Sóley. Sem nefnir líka í samtalinu hvernig þessi „allt eða ekkert“ hugsun getur orðið ríkjandi: Að annað hvort gerum við hlutina óaðfinnanlega. Eða sleppum því. Sóley tekur dæmi um hvernig sumir klára aldrei námið sitt, vegna þess að ritgerðin þarf að vera svo fullkomin. Eða finna sér aldrei lífsförunaut eða hamingju í parsambandi, vegna þess að kröfurnar eru svo miklar. En hvað er raunhæft og hvað ekki? „Það er ekkert fullkomið undir sólinni, þegar betur er að gáð,“ svarar Sóley og bætir við: Kröfur fólks með fullkomnunaráráttu eru því algjörlega óraunhæfar. Þessi afstaða býður því upp á eilífa óánægju og niðurbrot, streitu og tímaskort því það fer endalaus tími í það að eltast við þessa tálsýn.“ Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Í dag fræðumst við um fullkomnunaráráttu. Dæmi sem við öll þekkjum Sóley hefur áður verið okkur innan handar tengt ýmsum öðrum málum. Til dæmis þráhyggju- og áráttu og sérstaka útlitsþráhyggju, öðru nafni líkamsskynjunarröskun. Með Kvíðameðferðarstöðinni höfum við líka lært heilmikið um félagsfælni og þegar grannt er að gáð, er hægt að sjá hvernig hlutirnir haldast oft í hendur. Sá sem er til dæmis með félagsfælni getur verið með fullkomnunaráráttu líka, en þó ekki endilega á sama hátt og aðrir sem eru með fullkomnunaráráttu. „Það eru til mismunandi afbrigði af fullkomnunaráráttu og hún getur verið á einu eða fleiri sviðum.“ Sóley tekur nokkur góð dæmi fyrir okkur. „Fullkomnunaráráttan getur verið mest í eigin garð og fylgir því eilíf óánægja með eigin frammistöðu, með tilheyrandi sjálfsniðurrifi og depurð, sérstaklega þegar gerð eru mistök,“ nefnir Sóley sem fyrsta dæmið. „Hjá sumum gætir svo fullkomnunaráráttu í garð annarra og eru þá gerðar slíkar kröfur til samferðafólks að það stendur sjaldnast undir þeim. Viðkomandi verður þá fyrir eilífum vonbrigðum með aðra og finnur oft til pirrings og reiði, og á erfitt með að treysta þeim fyrir verkefnum.“ Sóley segir svona fullkomnunaráráttu oft geta skapað togstreitu á vinnustað og í samböndum fólks. Leitt til ágreinings og jafnvel átaka. Sumir í þessum hópi fara aldrei í samband þar sem illmögulegt reynist að finna hinn „fullkomna“ lífsförunaut. Sér í lagi ef þeir eru líka haldnir rómantískri fullkomnunaráráttu og vænta þess að þeir eigi eilíflega að vera bálskotnir í makanum; annars sé eitthvað mikið af sambandinu.“ Þá er það fullkomnunaráráttan sem fylgir félagsfælni. „En þá finnst fólki að það verði að koma óaðfinnalega fyrir og leika á als oddi í samræðum. Eftir því sem þessar kröfur verða meiri, því erfiðara verður að slaka á og njóta sín. Hér gleymum við því að aðrir vilja aðallega að okkur líki vel við þá og því er mikilvægast að sýna þeim áhuga, en ekki að láta okkar ljós skína,“ segir Sóley en bætir við: „Svo líður fólki nú yfirleitt best nálægt þeim sem sýna að þeir eru mannlegir og gera mistök, en eru ekki betra en það, í alla staði. Besta fyrirmyndin er almennt sú sem er „nógu góð“ en ekki fullkomin, því það er alltaf erfitt að bera sig saman við ofurmenni.“ Afbrigði fullkomnunaráráttu getur verið mismunandi og tekur Sóley mörg dæmi sem líklegt er að flestir kannist við einhvers staðar frá. Til dæmis það hvernig sumir klára jafnvel ekki námið sitt eða gera óeðlilegar kröfur til makasambandsins.Vísir/Anton Brink Allt eða ekkert hugsunin Og enn heldur Sóley áfram með dæmi sem flestir þekkja frá einhverjum. Eða: Frá okkur sjálfum. „Ef ég get ekki gert hlutina fullkomlega get ég allt eins sleppt því“ og „ef ég er ekki 100% er ég algjört 0,“ nefnir Sóley sem fyrsta dæmið. „Sá sem er alltaf að snyrta á sér toppinn því hann þarf að vera þráðbeinn og er farin að eyða klukkutímum í það á dag. Hann endar svo kannski á því að raka af sér hárið því það er auðveldara en að festast í viðjum áráttunnar,“ er enn eitt dæmið. „Háskólaprófessor birtir eina grein á tíu ára fresti því honum finnst hún þurfi að vera hafin yfir alla gagnrýni. Á meðan dúndra kollegar hans út greinum sem eru kannski aðeins síðri, en nógu góðar fyrir flesta.“ Að halda þetta út, getur líka verið ómögulegt. „Þeir sem eru haldnir lotugræðgi sveiflast líka milli þess að vera ofurstrangir við sig í mataræðinu en springa svo á limminu og gera hið gagnstæða.“ Vandinn við fullkomnunaráráttuna er hins vegar þessi: „Við höldum að fullkomnunarárátta bæti frammistöðu okkar en hún getur líka gert það að verkum að það verður ótrúlega erfitt að byrja á einhverju og sumu sleppum við hreinlega að gera, af ótta við að það verði ekki nógu gott. Þannig hafa sumar frestað prófum og ritgerðaskilum og jafnvel aldrei náð að útskrifast úr námi.“ Og það er einmitt þarna sem hnífurinn stendur í kúnni. Því þótt flest okkar viljum gera hlutina vel, snýst fullkomnunaráráttan um það að kröfurnar verða svo miklar að það er í raun engin leið að standast þær. Og það er þá sem vandræðin eru í uppsiglingu: Því þá er alveg sama hvað við leggjum hart að okkur, okkur mun eilíflega mistakast því við hefðum alltaf getað gert betur og einhver gerir betur en við.“ Sóley segir kröfur fólks með fullkomnunaráráttu algjörlega óraunhæfar og að áráttunni fylgi eilíf óánægja með sjálfan sig eða aðra, niðurbrot, streita, tímaskortur og fleira. Enda fari endalaus tími í að eltast við einhverja tálsýn. Vísir/Anton Brink Góðu ráðin og fyrirmyndir Sóley segir erfitt að staðhæfa að fullkomnunarárátta hafi aukist, því hún er ekki skilgreind sem geðröskun. Þá er erfitt að segja til um hvort til dæmis samfélagsmiðlar séu líklegir til að auka á fullkomnunaráráttu, því þar má bæði sjá góðu áhrifin og þau sem hafa kannski ekki eins góð áhrif á okkur. „Á samfélagsmiðlum reynum við að gefa sem besta mynd af okkur og þá er hætt við því að við birtum aðeins flottustu myndirnar og eftirminnilegustu augnablikin. Þegar við skoðum færslur annarra geta þeir auðveldlega virst fallegri og farsælli en við,“ segir Sóley en bætir við: „Við berum líka ytra borð annarra saman við innra borð okkar, og sjáum ekki hvað aðrir eru að glíma við á bakvið tjöldin. Því geta samfélagsmiðlar örugglega ýtt undir fullkomnunaráráttu á ýmsum sviðum, enda dynja á okkur endalaus skilaboð um hvernig við eigum, og eigum ekki að vera.“ Sóley segir vestræna menningu einfaldlega þannig mótaða að hún ýti undir samkeppni við aðra. „Það bætist ofan á þau skilaboð sem við höfum fengið frá blautu barnsbeini, um það hvernig við eigum að standa, sitja og tala öðruvísi. Vissulega þarf að segja börnum til, en í uppvexti skiptir máli að meirihluti skilaboðanna sem þeim eru send, séu jákvæð.“ Að sjá fyrirmyndir á samfélagsmiðlum getur samt líka virkað hvetjandi og hjálpað þeim sem eru með fullkomnunaráráttu. „Mér finnst flott sem sumar frægar leikkonur hafa gert, að birta myndir af sér ómálaðar og án filtera á samfélagsmiðjum og þá sést best að þær eru ósköp venjulegar án farða. Það hefur líka verið sagt við leikara að þeir þurfi að „þora að vera ljótir“. Því það að vera ofurupptekinn af eigin framkomu og útliti hamlar fólki á þessu sviði, sem öðrum,“ nefnir Sóley sem dæmi. Sóley segir fullkomnunaráráttu byggja á ótta um að eitthvað slæmt geti gerst. Þess vegna sé besta ráðið að láta á það reyna, hvað myndi gerast ef við myndum standa okkur aðeins verr. Það geti til dæmis verið ágætis æfing að æfa okkur stundum í að gera hlutina bara 70%, jafnvel að slæða viljandi inn stafsetningavillu í tölvupóst og fleira.Vísir/Anton Brink Fyrst og fremst segir Sóley fullkomnunaráráttu snúast um það að ef maður geriekki allt óaðfinnalega muni eitthvað hræðilegt gerast, öðrum til dæmis mislíka og þeir jafnvel hafna manni. Sem þýðir að besta ráðið til að sporna við óttanum, er einfaldlega að láta á það reyna hvað gerist ef maður stendur sig verr. „Það er til dæmis góð æfing að gera viljandi mistök og sjá hvað gerist, þó ég mæli ekki með því að skurðlæknar taki þetta til sín í störfum!“ segir Sóley en bætir við: „Að gríni slepptu, þá á ég við að gera viljandi ýmis mistök sem flestir myndu telja lítilvæg. Lauma stafsetningarvillum í tölvupósta og láta þá frá sér án yfirlestrar, spyrja heimskulegra spurninga og „skrifa lélegan texta“ svo dæmis séu nefnd. Eða gera bara eitthvað 70%.“ Sóley segir að oft virðist eins og fólk standi frammi fyrir tveimur dyrum í lífinu. „Aðrar sem merktar eru fullkomleikanum en hinar meðalmennskunni.“ Þar er freistandi að fara inn um fyrrnefndu dyrnar, meðalmennskan virkar svo óspennandi. „En á sama tíma er hún ótrúlega frelsandi,“ segir Sóley. Og bendir loks á enn eina staðreyndina. Flest af því sem við njótum hvað mest í lífinu hefur minnst með fullkomnun að gera eins og að borða góðan ís eða hlusta á tónlist. Svo, þegar allt kemur til alls, skiptir kannski mestu máli að vera góður, eins og ánamaðkurinn ráðlagði óöruggu lirfunni í bíómyndinni Litla lirfan ljóta.“
Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” „Það er í sjálfu sér ekki til neitt vandamál eða greiningarflokkur sem heitir „útlitsþráhyggja” en í kringum 2% fólks glímir við líkamsskynjunarröskun sem heyrir undir þráhyggju- og árátturófið,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. 26. janúar 2025 08:01 Þráhyggja og árátta: „Getur tekið mikinn tíma og orku frá okkur á hverjum degi“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 „Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02 Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Sjá meira
„Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” „Það er í sjálfu sér ekki til neitt vandamál eða greiningarflokkur sem heitir „útlitsþráhyggja” en í kringum 2% fólks glímir við líkamsskynjunarröskun sem heyrir undir þráhyggju- og árátturófið,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. 26. janúar 2025 08:01
Þráhyggja og árátta: „Getur tekið mikinn tíma og orku frá okkur á hverjum degi“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01
Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00
„Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning