Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 08:27 Freja Vennervald Sørensen lést af völdrum eitrunar, hún og vinkona hennar Anne-Sofie voru meðal þeirra sex ferðalanga sem vitað er að létust af völdum eitrunar sem rakin er til sama ferðamannastaðar í fyrra. Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið. Vinkonurnar Freja Vennervald Sørensen og Anne-Sofie Ørkild Coyman voru 20 og 21 árs þegar þær létust. Þær voru að skemmta sér á farfuglaheimili í borginni og tóku skot af áfengi sem reyndist innihalda metanól. Eitrunin varð til þess að þær létust báðar, auk nokkurra annarra bakpokaferðalanga sem létust einnig af völdum eitrunar. Kvörtuðu yfir aðgerðaleysi til ríkissaksóknara TV2 greinir frá því í dag að lögreglan á Mið- og Vestursjálandi hyggist nú rannsaka málið nánar, en fyrr á þessu ári vakti það reiði meðal fjölskyldna stúlknanna þegar lögregla tók ákvörðun um að rannsaka málið ekki frekar. Það segir lögregla hafa verið á þeim forsendum að danska lögreglan hafi ekki lögsögu til að rannsaka mál á erlendri grundu, en foreldrarnir kvörtuðu til ríkissaksóknara í von um að andlát dætra þeirra yrði rannsakað. Sú umleitan bar árangur að því er fram kemur í umfjöllun TV2 þar sem nú stendur til að skoða málið betur. Kallað er eftir svörum við því hvernig hinn eitraði drykkur rataði í glös kvennanna og hver beri ábyrgð. Í framhaldi af fund lögreglu með foreldrunum í sumar hafi verið ákveðið að skoða málið betur en ekki kemur fram í hverju nánari rannsókn muni nákvæmlega felast. Meðal þess sem foreldrarnir komu með til lögreglu voru dánarvottorð dætra þeirra auk afrita af öðrum sjúkrahúsgögnum frá Laos sem fjölskyldumeðlimur Anne-Sofie hafði fengið að sjá. Takmarkaðar rannsóknarheimildir Það liðu þrír dagar frá því að Freja og Anne-Sofie létust og þar til foreldrar þeirra fengu fréttir af andlátinu, eftir að hafa sjálfir leitað aðstoðar dönsku utanríkisþjónustunnar um aðstoð þar sem ekkert hafði spurst til þeirra í nokkra daga. Fyrir liggur að danska lögreglan hefur takmarkaðar valdheimildir til að rannsaka mál í Laos en lögregluyfirvöld þar í landi hafa ekki svarað fyrirspurnum TV2 að því er segir í fréttinni. Lögregluyfirvöld í Laos handtóku á sínum tíma eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar, en ekkert dómsmál hefur verið höfðað né niðurstaða fengist í málið eftir því sem danskir fjölmiðlar komast næst. Danmörk Laos Erlend sakamál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Vinkonurnar Freja Vennervald Sørensen og Anne-Sofie Ørkild Coyman voru 20 og 21 árs þegar þær létust. Þær voru að skemmta sér á farfuglaheimili í borginni og tóku skot af áfengi sem reyndist innihalda metanól. Eitrunin varð til þess að þær létust báðar, auk nokkurra annarra bakpokaferðalanga sem létust einnig af völdum eitrunar. Kvörtuðu yfir aðgerðaleysi til ríkissaksóknara TV2 greinir frá því í dag að lögreglan á Mið- og Vestursjálandi hyggist nú rannsaka málið nánar, en fyrr á þessu ári vakti það reiði meðal fjölskyldna stúlknanna þegar lögregla tók ákvörðun um að rannsaka málið ekki frekar. Það segir lögregla hafa verið á þeim forsendum að danska lögreglan hafi ekki lögsögu til að rannsaka mál á erlendri grundu, en foreldrarnir kvörtuðu til ríkissaksóknara í von um að andlát dætra þeirra yrði rannsakað. Sú umleitan bar árangur að því er fram kemur í umfjöllun TV2 þar sem nú stendur til að skoða málið betur. Kallað er eftir svörum við því hvernig hinn eitraði drykkur rataði í glös kvennanna og hver beri ábyrgð. Í framhaldi af fund lögreglu með foreldrunum í sumar hafi verið ákveðið að skoða málið betur en ekki kemur fram í hverju nánari rannsókn muni nákvæmlega felast. Meðal þess sem foreldrarnir komu með til lögreglu voru dánarvottorð dætra þeirra auk afrita af öðrum sjúkrahúsgögnum frá Laos sem fjölskyldumeðlimur Anne-Sofie hafði fengið að sjá. Takmarkaðar rannsóknarheimildir Það liðu þrír dagar frá því að Freja og Anne-Sofie létust og þar til foreldrar þeirra fengu fréttir af andlátinu, eftir að hafa sjálfir leitað aðstoðar dönsku utanríkisþjónustunnar um aðstoð þar sem ekkert hafði spurst til þeirra í nokkra daga. Fyrir liggur að danska lögreglan hefur takmarkaðar valdheimildir til að rannsaka mál í Laos en lögregluyfirvöld þar í landi hafa ekki svarað fyrirspurnum TV2 að því er segir í fréttinni. Lögregluyfirvöld í Laos handtóku á sínum tíma eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar, en ekkert dómsmál hefur verið höfðað né niðurstaða fengist í málið eftir því sem danskir fjölmiðlar komast næst.
Danmörk Laos Erlend sakamál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira