Lífið

Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu

Atli Ísleifsson skrifar
Mark Dasousa og María Mery Bas voru fulltrúar Spánverja í Eurovision-keppninni í Basel í Sviss í maí síðastliðinn. Þau fluttu lagið Zorra.
Mark Dasousa og María Mery Bas voru fulltrúar Spánverja í Eurovision-keppninni í Basel í Sviss í maí síðastliðinn. Þau fluttu lagið Zorra. Getty

Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama.

Spænska ríkisútvarpið RTVE greindi frá ákvörðun sinni í morgun, en ákvörðunin hefur legið í loftinu síðustu vikurnar. Spánn er fyrst hinna „stóru fimm“ – það er þeirra fimm þjóða sem borga mest í keppnina og eiga öruggt sæti í úrslitum – til að boða sniðgöngu, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. Bretland, Þýskaland, Ítalía og Frakkland skipa hópinn „stóru fimm“, auk Spánverja.

Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur verið umdeild um árabil. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Ríkisútvarpið að Ísland myndi taka þátt í Eurovision í Vínarborg á næsta ári, með þeim fyrirvara að niðurstaða samráðs innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um þátttöku Ísraels lægi fyrir.

Sky News segir frá því Jose Pablo Lopez, formaður stjórnar RTVE, hafi lagt fram tillöguna á stjórnarfundi í morgun. Tíu stjórnarmenn greiddu atkvæði með tillögunni, fjórir gegn og einn sat hjá. Fimmtán manns eiga sæti í stjórninni.

Í yfirlýsingu frá stjórnendum Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva EBU í síðustu viku – eftir að Hollendingar höfðu greint frá sinni afstöðu – sagði að samtökin „skilji áhyggjur og rótgrónar skoðanir um yfirstandandi deilu í Miðausturlöndum“. Samtökin hafa þó ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna tilkynningu spænska ríkisútvarpsins.

Martin Green, forstjóri EBU, sagði að samtökin væru enn að ræða við alla meðlimi EBU til að safna saman upplýsingum um hvernig best sé að stjórna þátttöku og fást við hina geópólitísku spenna vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.“

Eurovision-keppnin fer fram í Wiener Stadthalle í Vín í Austurríki í maí á næsta ári.


Tengdar fréttir

Hollendingar bætast í sniðgöngu­hópinn

Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt.

Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt

Ríkisútvarp Írlands hefur greint frá því að Írland muni ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fái Ísrael að vera með í keppninni.

Slóvenar draga sig úr Euro­vision ef Ís­raelar verða með

Slóvenía hefur ákveðið að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttakenda. Slóvenar hafa gagnrýnt þátttöku Ísraela mánuðum saman og segja núna gríðarlega ólíklegt þeir verði með á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.