Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2025 11:44 Getty Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. Marta Lovísa er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar og systir Hákonar krónprins. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Heimildarmyndin fjallar um samband norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu og Bandaríkjamannsins Durek Verrett. Samband þeirra hefur lengi verið umdeilt og hefur útgáfa myndarinnar sömuleiðis vakið mikla athygli síðustu vikur og mánuði. Myndin var svo frumsýnd á Netflix í morgun. Í frétt VG segir að þátttaka Mörtu Lovísu og Durek í myndinni brjóti í bága við samkomulag sem þau gerðu við konungsfjölskylduna. Samkomulagið fól meðal annars í sér að tryggja að fjölskyldan yrði ekki tengd sambandi þeirra opinberlega, meðal annars vegna umdeildra ummæla Verrett sem kallar sig shaman. Markmið samkomulagsins var að tryggja ró í kringum konungshöllina og veita hjónunum frelsi í viðskiptum, lífi og starfi. Þá áttu þau að forðast að vísa til tengsla við konungsfjölskylduna, sleppa því að minnast á hana á samfélagsmiðlum, ekki nota prinsessutitilinn né birta myndir af fjölskyldumeðlimum í tengslum við persónuleg viðskipti þeirra. Konungshöllin hafði samband við Netflix Norska konungsfjölskyldan óskaði eftir því að verða ekki mynduð við brúðkaup Mörtu Lovísu og Durek sumarið 2024 þar sem réttindi brúðarmyndannna voru seld til slúðurmiðla og Netflix, en öðrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var birt myndbrot af Hákoni krónprins í einni senu í myndinni þar sem hann var að ræða við tengdason sinn á kynningarfundi daginn fyrir brúðkaupið. Eftir að konungshöllin tók málið upp við Netflix hefur þessi sena verið fjarlægð. Þetta staðfestir konungsfjölskyldan við norska ríkismiðilinn NRK. Vildu ekki særa neinn Marta og Durek sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þau segja að þeim þyki leitt ef eitthvað í ferlinu hafi valdið sársauka eða skaða fyrir aðra. „Við eigum bæði náið og hlýlegt samband við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar. Við elskum þau ótrúlega mikið og okkur þykir mjög leitt ef eitthvað í þessu ferli hefur valdið þeim sársauka eða skaða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu samkvæmt VG. Þá leggja hjónin áherslu á að þau hafi hvorki framleitt myndina né haft áhrif á hvaða kæmi fram í henni. Kóngafólk Netflix Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Marta Lovísa er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar og systir Hákonar krónprins. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Heimildarmyndin fjallar um samband norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu og Bandaríkjamannsins Durek Verrett. Samband þeirra hefur lengi verið umdeilt og hefur útgáfa myndarinnar sömuleiðis vakið mikla athygli síðustu vikur og mánuði. Myndin var svo frumsýnd á Netflix í morgun. Í frétt VG segir að þátttaka Mörtu Lovísu og Durek í myndinni brjóti í bága við samkomulag sem þau gerðu við konungsfjölskylduna. Samkomulagið fól meðal annars í sér að tryggja að fjölskyldan yrði ekki tengd sambandi þeirra opinberlega, meðal annars vegna umdeildra ummæla Verrett sem kallar sig shaman. Markmið samkomulagsins var að tryggja ró í kringum konungshöllina og veita hjónunum frelsi í viðskiptum, lífi og starfi. Þá áttu þau að forðast að vísa til tengsla við konungsfjölskylduna, sleppa því að minnast á hana á samfélagsmiðlum, ekki nota prinsessutitilinn né birta myndir af fjölskyldumeðlimum í tengslum við persónuleg viðskipti þeirra. Konungshöllin hafði samband við Netflix Norska konungsfjölskyldan óskaði eftir því að verða ekki mynduð við brúðkaup Mörtu Lovísu og Durek sumarið 2024 þar sem réttindi brúðarmyndannna voru seld til slúðurmiðla og Netflix, en öðrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var birt myndbrot af Hákoni krónprins í einni senu í myndinni þar sem hann var að ræða við tengdason sinn á kynningarfundi daginn fyrir brúðkaupið. Eftir að konungshöllin tók málið upp við Netflix hefur þessi sena verið fjarlægð. Þetta staðfestir konungsfjölskyldan við norska ríkismiðilinn NRK. Vildu ekki særa neinn Marta og Durek sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þau segja að þeim þyki leitt ef eitthvað í ferlinu hafi valdið sársauka eða skaða fyrir aðra. „Við eigum bæði náið og hlýlegt samband við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar. Við elskum þau ótrúlega mikið og okkur þykir mjög leitt ef eitthvað í þessu ferli hefur valdið þeim sársauka eða skaða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu samkvæmt VG. Þá leggja hjónin áherslu á að þau hafi hvorki framleitt myndina né haft áhrif á hvaða kæmi fram í henni.
Kóngafólk Netflix Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27
Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10
Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55