Fótbolti

Ég á þetta mark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristian Nökkvi skoraði mark á föstudaginn.
Kristian Nökkvi skoraði mark á föstudaginn.

„Það er bara gaman að hugsa til þessa að við séum að fara spila við bestu leikmenn heims svo þetta er bara gaman,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson sem skoraði eitt mark gegn Aserum á föstudagskvöldið. En ekki eru allir sammála um að hann hafi skorað markið.

„Daníel Leó vill meina að hann hafi snert boltann en ég sá það ekki. Það er ekkert búið að skipuleggja neina treyjuskiptingu við þessa Frakka en það kemur kannski.“

Hann er með kassann úti fyrir leikinn og vill ná í stig.

„Vonandi náum við einhverjum stigum. Við munum síðan spila við þá á heimavelli og sjáum kannski betur hvernig þeir spila núna.“

Klippa: Ég á þetta mark



Fleiri fréttir

Sjá meira


×