„Ísland er eini óvinur okkar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. september 2025 12:17 Didier Deschamps ræddi erjur franska knattspyrnusambandsins og PSG á blaðamannafundi. Franco Arland - UEFA/UEFA via Getty Images Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland. Ousmané Dembélé og Lucas Hernández hafa báðir verið að glíma við meiðsli, að sögn PSG, en voru samt valdir í landsliðshópinn. Dembélé meiddist síðan í leik Frakklands gegn Úkraínu á föstudag og verður frá í mánuð hið minnsta. Þá meiddist Desiré Doué einnig, óvænt, en Hernández tók ekki þátt. PSG var mjög ósátt við að Dembélé og Hernández hafi verið valdir og sendi formlega kvörtun til franska knattspyrnusambandsins þar sem óskað var eftir breyttum starfsháttum hjá læknateymi landsliðsins. Landsliðsþjálfarinn Deschamps var spurður út í kvörtunina og hvort köldu blési milli landsliðsins og PSG. Hann þvertók fyrir það. „Þetta er búið og gert. Ég er miður mín yfir því hvernig fór með Ousmane og Dez, meiðslanna vegna og vegna þess að við missum tvo lykilleikmenn, en við höndluðum allt af fagmennsku eins og við gerum með alla leikmenn. Því miður gerðist þetta og meiðslin urðu hjá tveimur leikmönnum PSG, en PSG er ekki óvinur okkar og hefur aldrei verið. Þrátt fyrir að hagsmunir okkar stangist á. Ísland er eini óvinur okkar.“ Deschamps var þá spurður hvort hann myndi bregðast við gagnrýninni og breyta starfsháttum læknateymisins, en hann sagði enga vankanta að finna þar. „Samkvæmt reglum skiluðu allir leikmenn inn skýrslu um líkamlegt ástand. Þar voru aðeins tveir meiddir leikmenn, William Saliba og Rayan Cherki, sem ég valdi ekki vegna þess að þeir eru meiddir“ sagði Deschamps og gaf þar í skyn að hvorki PSG né leikmennirnir hefðu látið vita af meiðslum áður. Franski boltinn Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Ousmané Dembélé og Lucas Hernández hafa báðir verið að glíma við meiðsli, að sögn PSG, en voru samt valdir í landsliðshópinn. Dembélé meiddist síðan í leik Frakklands gegn Úkraínu á föstudag og verður frá í mánuð hið minnsta. Þá meiddist Desiré Doué einnig, óvænt, en Hernández tók ekki þátt. PSG var mjög ósátt við að Dembélé og Hernández hafi verið valdir og sendi formlega kvörtun til franska knattspyrnusambandsins þar sem óskað var eftir breyttum starfsháttum hjá læknateymi landsliðsins. Landsliðsþjálfarinn Deschamps var spurður út í kvörtunina og hvort köldu blési milli landsliðsins og PSG. Hann þvertók fyrir það. „Þetta er búið og gert. Ég er miður mín yfir því hvernig fór með Ousmane og Dez, meiðslanna vegna og vegna þess að við missum tvo lykilleikmenn, en við höndluðum allt af fagmennsku eins og við gerum með alla leikmenn. Því miður gerðist þetta og meiðslin urðu hjá tveimur leikmönnum PSG, en PSG er ekki óvinur okkar og hefur aldrei verið. Þrátt fyrir að hagsmunir okkar stangist á. Ísland er eini óvinur okkar.“ Deschamps var þá spurður hvort hann myndi bregðast við gagnrýninni og breyta starfsháttum læknateymisins, en hann sagði enga vankanta að finna þar. „Samkvæmt reglum skiluðu allir leikmenn inn skýrslu um líkamlegt ástand. Þar voru aðeins tveir meiddir leikmenn, William Saliba og Rayan Cherki, sem ég valdi ekki vegna þess að þeir eru meiddir“ sagði Deschamps og gaf þar í skyn að hvorki PSG né leikmennirnir hefðu látið vita af meiðslum áður.
Franski boltinn Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira