Fótbolti

„Maður er í þessu fyrir svona leiki“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daníel Leó hugsar ekki mikið um andstæðinginn á þriðjudaginn og hvað þeir geta.
Daníel Leó hugsar ekki mikið um andstæðinginn á þriðjudaginn og hvað þeir geta. Skjáskot Sýn

„Við förum bara fullir sjálfstraust í þennan leik eftir frábær úrslit á föstudaginn,“ sagði Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. 

Ísland mætir Frökkum í undankeppni HM á þriðjudagskvöldið. Íslendingar unnu Asera á föstudagskvöldið 5-0 og þá stóð Daníel Leó í vörninni.

„Það gaf okkur mikið að halda hreinu og við vitum alveg hvað við getum,“ segir Daníel sem hugsar ekki mikið um andstæðinginn á þriðjudaginn og hvað þeir geta.

„Maður er mest að hugsa um sjálfan sig. En ég held að flestir eru í þessu fyrir þessa leiki að fá tækifæri til að spila þessa leiki við svona leikmenn.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: „Maður er í þessu fyrir svona leiki“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×