Lífið

Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fólk á öllum aldri sótti stórtónleikana á laugardagskvöld.
Fólk á öllum aldri sótti stórtónleikana á laugardagskvöld. Vísir/Viktor Freyr

„Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar.

Hátíðin heppnaðist afar vel en telja skipuleggjendur að tugþúsundir hafi lagt leið sína í miðbæ Reykjanesbæjar til að fagna Ljósanótt. Fjölbreytt dagskrá var í boði, þar á meðal árlega Árgangagangan, listasýningar, barnasýningar, tónlistaratriði og tívolí. 

Í gærkvöldi voru stórtónleikar þar sem meðal annars VÆB, Stuðlabandið, Sigga Beinteins og Steindi og Auddi komu fram. Að lokum var flugeldasýning og segir Guðlaug það hafa skapað ógleymanlega stemningu í miðbænum.

Síðasti dagur hátíðarinnar er í dag en henni lýkur í kvöld þegar Bjartmar Guðlaugsson setur hátíðlegan lokapunkt í kvöldmessu í Keflavíkurkirkju.

Lögð var áhersla á að um fjölskylduhátíð væri að ræða.Vísir/Viktor Freyr
Félagarnir Auddi og Steindi stigu síðastir á svið á stórtónleikunum.Vísir/Viktor Freyr
Sigga Beinteins hreif með sér lýðinn.Vísir/Viktor Freyr
Stuðlabandið steig á svið.Vísir/Viktor Freyr
Hin árlega flugeldasýning var að venju.Vísir/Viktor Freyr
Svo virðist sem allir hafi skemmt sér, börn og fullorðnir.Vísir/Viktor Freyr
Skipuleggjendur telja að tugþúsundir hafi mætt á hátíðina.Vísir/Viktor Freyr
GDRN tók lagið með Stuðlabandinu.Vísir/Viktor Freyr
Alls konar ljós má sjá á Ljósanótt.Vísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.