Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Arnar setur stefnuna að sjálfsögðu á fyrsta sætið en annað sætið er raunhæfara. Hann segir fyrsta leik undankeppninnar gríðarlega mikilvægan. vísir / sigurjón Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að hefja undankeppni fyrir HM 2026 og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir raunhæft markmið að ná öðru sætinu í riðlinum með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan. Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira
Efsta lið riðilsins tryggir sér beint sæti á HM og annað sætið fer í umspil en hin tvö liðin verða eftir. „Raunhæft, þá met ég góðan möguleika á því að komast í umspilið. Ég held að það sé ekki raunhæft, en að sjálfsögðu kýlum við á það, að fara í fyrsta sætið“ segir Arnar og leggur áherslu á mikilvægi leikjanna gegn Aserbaísjan og Úkraínu. „Við verðum að halda okkur inni í þessari keppni með því að sýna góða leiki og ég held að við verðum að setja pressu á okkur og gera þá kröfu að vinna Aserbaísjan [í fyrsta leik] hérna heima. Leikirnir á móti Aserbaísjan og Úkraínu, það eru leikirnir sem munu fara langt með að ákveða hvort við ætlum að gera okkur gildandi eða ekki í þessari keppni“ segir Arnar og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á hans fyrsta heimaleik. „Í guðanna bænum, föstudagskvöld á Laugardalsvelli, það gerist ekki betra.“ Fjórar breytingar á hópnum Fjórar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum frá því í síðasta landsliðsverkefni, æfingaleikjum gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í sumar, en Arnar segir valið hafa verið erfitt og margir leikmenn hafi komið til greina. „Því miður eru bara 24 leikmenn valdir en ég er mjög sáttur við hópinn, mér finnst hann mjög flottur og ferskur. Ég held að stuðningsmenn Íslands séu spenntir fyrir honum.“ Arnar kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir / sigurjón Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa glímt við meiðsli í sumar. 99 landsleikja maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun þurfa að bíða enn lengur eftir sínum hundraðasta landsleik þar sem hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Tveir nýliðar verða svo vígðir inn í hópinn þegar hann kemur saman í byrjun september, annars vegar Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og leikmaður Malmö og hins vegar Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan. „Þeir eru að spila gríðarlega öflugan fótbolta með gríðarlega öflugum liðum, sem gera miklar kröfur, bæði topplið í sínum löndum. Það þarf sterk bein og sterka karaktera til að þola að spila undir merkjum þessara liða, þannig að þeir eru ekki í þessum hóp af því þeir eru ungir og efnilegir, heldur af því að þeir eru góðir.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira