Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2025 10:44 Árásarmaðurinn flúði inn í skóg eftir að hann skaut tvo lögregluþjóna til bana. AP/Simon Dallinger Gífurlega umfangsmikil lögregluaðgerð á sér nú stað í Ástralíu, þar sem þungvopnaður maður skaut tvo lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja. Maðurinn flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Hann er sagður vopnaður nokkrum byssum. Lögreglan segir árásarmanninn heita Dezi Freeman en hann er sagður aðhyllast fjar-hægri stefnu og telur áströlsk stjórnvöld ólögmæt. Á ensku kallast þetta fólk iðulega „sovereign citizen“ og þekkist þetta vel í Bandaríkjunum. Anthony Albanese segir hugmyndafræði þessa hættulega og mikið áhyggjuefni. Árásin átti sér stað í norðausturhluta Viktoríufylkis í morgun en þá fóru tíu lögregluþjónar að húsi í bænum Porepunkah. Þangað voru þeir komnir til að gera húsleit, samkvæmt ABC News. Ekki liggur fyrir hvert tilefni húsleitarinnar var. Freeman skaut 59 ára og 35 ára lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja í skotbardaga, sem er ekki sagður í lífshættu, og flúði hann fótgangandi inn í skóg. Hundruð lögregluþjóna leita hans í skóginum og er meðal annars notast við þyrlur og hunda. Sólin er sest í Ástralíu. Íbúum á svæðinu hefur verið sagt að halda sig innandyra og hefur almannarýmum verið lokað. AP fréttaveitan segir að síðast hafi lögregluþjónn verið skotinn til bana í Ástralíu árið 20023. Árið 2022 voru tveir lögregluþjónar svo skotnir til bana af kristnum öfgamönnum og samsæringum sem höfðu lýst yfir hatri í garð lögreglunnar. Mennirnir þrír voru skotnir til bana af lögreglu eftir sex klukkustunda umsátur. Skotárásir sem þessar þykja sjaldgæfar í Ástralíu en eftir að maður skaut 35 manns til bana í Port Arthur árið 1996 var gripið til umfangsmikilla aðgerða og lög um skotvopnaeign hert verulega. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Lögreglan segir árásarmanninn heita Dezi Freeman en hann er sagður aðhyllast fjar-hægri stefnu og telur áströlsk stjórnvöld ólögmæt. Á ensku kallast þetta fólk iðulega „sovereign citizen“ og þekkist þetta vel í Bandaríkjunum. Anthony Albanese segir hugmyndafræði þessa hættulega og mikið áhyggjuefni. Árásin átti sér stað í norðausturhluta Viktoríufylkis í morgun en þá fóru tíu lögregluþjónar að húsi í bænum Porepunkah. Þangað voru þeir komnir til að gera húsleit, samkvæmt ABC News. Ekki liggur fyrir hvert tilefni húsleitarinnar var. Freeman skaut 59 ára og 35 ára lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja í skotbardaga, sem er ekki sagður í lífshættu, og flúði hann fótgangandi inn í skóg. Hundruð lögregluþjóna leita hans í skóginum og er meðal annars notast við þyrlur og hunda. Sólin er sest í Ástralíu. Íbúum á svæðinu hefur verið sagt að halda sig innandyra og hefur almannarýmum verið lokað. AP fréttaveitan segir að síðast hafi lögregluþjónn verið skotinn til bana í Ástralíu árið 20023. Árið 2022 voru tveir lögregluþjónar svo skotnir til bana af kristnum öfgamönnum og samsæringum sem höfðu lýst yfir hatri í garð lögreglunnar. Mennirnir þrír voru skotnir til bana af lögreglu eftir sex klukkustunda umsátur. Skotárásir sem þessar þykja sjaldgæfar í Ástralíu en eftir að maður skaut 35 manns til bana í Port Arthur árið 1996 var gripið til umfangsmikilla aðgerða og lög um skotvopnaeign hert verulega.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“