Lífið

Ljúffengir hafraklattar með kaffinu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heilsukokkurinn Jana segir klattana fullkomna sem nesti fyrir krakkana.
Heilsukokkurinn Jana segir klattana fullkomna sem nesti fyrir krakkana.

Jana Steingríms, heilsukokkur og jógakennari, deilir hér einfaldri uppskrift af ljúffengum hafra- og bananaklöttum sem er tilvalinn kostur í nestisboxið hjá krökkunum eða sem sætur biti með kaffinu.

Jana heldur úti vefsíðunni jana.is þar sem hún deilir næringaríkum og bragðgóðum uppskriftum.

Banana og hafraklattar

Hráefni:

  • 2 bollar grófir hafrar
  • 1/4 tsk salt
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/4 bolli dökkt súkkulaði
  • 1/3 bolli saxaðar valhnetur
  • 2 stappaðir bananar
  • 3 msk akasíuhungang
  • 1/2 bolli möndlusmjör
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í eina skál og blautefnunum í annarri.

Blandið öllu saman í eina skál og hrærið vel.

Gerið litla klatta og bakið í ofni á 180 C í 10-12 mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.