Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2025 07:28 Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Pilou Asbæk fara með aðalhlutverk í Eldunum. Fyrsta kitlan úr rómantíska spennutryllinum Eldunum er komin á Vísi. Eldarnir er fyrsta kvikmynd Uglu Hauksdóttur, skartar Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Pilou Asbæk í aðalhlutverkum og verður frumsýnd hér á landi 11. september. Eldarnir fjallar um Önnu Arnardóttur (Vigdís Hrefna), einn helsta eldfjallafræðing landsins sem stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar. Kvikmyndin byggir á skáldsögunni Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem kom út 2020 og sló rækilega í gegn. Plakatið fyrir Eldana var frumsýnt í síðust viku og er ansi skuggalegt. Ugla Hauksdóttir er einn mest spennandi leikstjóri landsins um þessar mundir. Frá því hún lauk meistaranámi í leikstjórn frá Columbia árið 2016 hefur Ugla leikstýrt þáttum í sjónvarpsþáttaröðunum Ófærð, Hanna, Snowfall, The Power og nú síðast Alien: Earth sem eru nýkomnir út og hafa fengið góðar viðtökur. Með aðalhlutverk í Eldunum fara Vigdís Hrefna Pálsdóttir og danski leikarinn Pilou Asbæk. Vigdís hefur leikið á sviði Þjóðleikhússins við góðan orðstír síðustu tuttugu ár og lék nýlega í þáttunum Útilegu á Sjónvarpi Símans. Asbæk er þekktastur fyrir að leika spunameistarann Kasper Juul í Borgen en hefur einnig verið í Games of Thrones og Foundation. Auk þeirra fara Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Jörundur Ragnarsson, Þór H. Tulinius, Jóhann G. Jóhannsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir með hlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Eldarnir fjallar um Önnu Arnardóttur (Vigdís Hrefna), einn helsta eldfjallafræðing landsins sem stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar. Kvikmyndin byggir á skáldsögunni Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem kom út 2020 og sló rækilega í gegn. Plakatið fyrir Eldana var frumsýnt í síðust viku og er ansi skuggalegt. Ugla Hauksdóttir er einn mest spennandi leikstjóri landsins um þessar mundir. Frá því hún lauk meistaranámi í leikstjórn frá Columbia árið 2016 hefur Ugla leikstýrt þáttum í sjónvarpsþáttaröðunum Ófærð, Hanna, Snowfall, The Power og nú síðast Alien: Earth sem eru nýkomnir út og hafa fengið góðar viðtökur. Með aðalhlutverk í Eldunum fara Vigdís Hrefna Pálsdóttir og danski leikarinn Pilou Asbæk. Vigdís hefur leikið á sviði Þjóðleikhússins við góðan orðstír síðustu tuttugu ár og lék nýlega í þáttunum Útilegu á Sjónvarpi Símans. Asbæk er þekktastur fyrir að leika spunameistarann Kasper Juul í Borgen en hefur einnig verið í Games of Thrones og Foundation. Auk þeirra fara Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Jörundur Ragnarsson, Þór H. Tulinius, Jóhann G. Jóhannsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir með hlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira