Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 22:30 Adrien Rabiot og Jonathan Rowe fóru að slást í klefanum og spila ekki aftur fyrir Marseille. EPA/Enric Fontcuberta/Guillaume Horcajuelo Franska fótboltafélagið Marseille setti tvo af leikmönnum sínum óvænt á sölulista eftir uppákomu í búningsklefa liðsins eftir tap í fyrstu umferð frönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot og enski vængmaðurinn Jonathan Rowe. Þeir hafa báðir spilað sinn síðasta leik fyrir Marseille. Þetta kom til vegna þess að þeir fóru að slást í búningsklefanum eftir svekkjandi tap á móti Stade Rennais. Pablo Longoria, forseti Marseille, segir félagið ekki geta gert neitt annað í stöðunni. Hann lýsti slagsmálum Rabiot og Rowe sem ofbeldisfullum og ofsafengnum. „Það sem gerðist þarna var mjög alvarlegt og mjög ofbeldisfullt. Ég hef aldrei séð svona áður,“ sagði Pablo Longoria við AFP. Pablo Longoria :"Quand Darryl Bakola fait un malaise, il faut s'arrêter. Même dans la pire des bagarres il y a des règles. Là il n'y en avait pas."(AFP) #TeamOM pic.twitter.com/uGpfO5B2As— FadaOM (@FadaOM_) August 20, 2025 „Við urðum að taka ákvörðun áður en þetta varð að einhverju miklu stærra máli. Við sættum okkur ekki við svona hegðun hjá okkar fótboltafélagi ekki frekar en nokkur önnur samtök myndu gera,“ sagði Longoria. Marseille var manni fleiri í klukkutíma í leiknum en tapaði samt. Það sauð heldur betur upp úr í klefanum en mikill aldurs- og reynslumunur er á þessum tveimur leikmönnum. Adrien Rabiot er þrítugur franskur miðjumaður og hefur verið hjá Marseille frá 2024. Hann spilaði áður með Paris Saint-Germain og Juventus og hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Frakka. Jonathan Rowe er 22 ára enskur vængmaður sem Marseille er nýbúið að kaupa frá Norwich City. Hann hefur skorað 3 mörk í 10 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið. Rowe kom fyrst á láni á síðustu leiktíð en Marseille keypti hann eftir tímabilið. Franski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira
Leikmennirnir sem um ræðir eru franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot og enski vængmaðurinn Jonathan Rowe. Þeir hafa báðir spilað sinn síðasta leik fyrir Marseille. Þetta kom til vegna þess að þeir fóru að slást í búningsklefanum eftir svekkjandi tap á móti Stade Rennais. Pablo Longoria, forseti Marseille, segir félagið ekki geta gert neitt annað í stöðunni. Hann lýsti slagsmálum Rabiot og Rowe sem ofbeldisfullum og ofsafengnum. „Það sem gerðist þarna var mjög alvarlegt og mjög ofbeldisfullt. Ég hef aldrei séð svona áður,“ sagði Pablo Longoria við AFP. Pablo Longoria :"Quand Darryl Bakola fait un malaise, il faut s'arrêter. Même dans la pire des bagarres il y a des règles. Là il n'y en avait pas."(AFP) #TeamOM pic.twitter.com/uGpfO5B2As— FadaOM (@FadaOM_) August 20, 2025 „Við urðum að taka ákvörðun áður en þetta varð að einhverju miklu stærra máli. Við sættum okkur ekki við svona hegðun hjá okkar fótboltafélagi ekki frekar en nokkur önnur samtök myndu gera,“ sagði Longoria. Marseille var manni fleiri í klukkutíma í leiknum en tapaði samt. Það sauð heldur betur upp úr í klefanum en mikill aldurs- og reynslumunur er á þessum tveimur leikmönnum. Adrien Rabiot er þrítugur franskur miðjumaður og hefur verið hjá Marseille frá 2024. Hann spilaði áður með Paris Saint-Germain og Juventus og hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Frakka. Jonathan Rowe er 22 ára enskur vængmaður sem Marseille er nýbúið að kaupa frá Norwich City. Hann hefur skorað 3 mörk í 10 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið. Rowe kom fyrst á láni á síðustu leiktíð en Marseille keypti hann eftir tímabilið.
Franski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira