Ákærður fyrir fjórar nauðganir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 12:59 Høiby er stjúpsonur Hákonar, norska krónprinsins. EPA Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. Sturla Henriksbø saksóknari í Noregi greindi frá efni ákærunnar á blaðamannafundi í Osló í dag, en hann segir að málið sé umfangsmikið og alvarlegt. „Þetta mál er alvarlegt. Nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi eru alvarlegir glæpir sem geta skilið eftir sig stór sár og eyðilagt líf fólks,“ sagði Henriksbø. Maríus er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn annarri fyrrverandi kærustu. Morðhótanir og svefnnauðgun Allar hinar meintu nauðganir eru skilgreindar sem svokallaðar svefnnauðganir í ákæru saksóknara. Maríus er einnig ákærður fyrir morðhótanir, líkamsárás gegn opinberum starfsmanni og brotum gegn umferðarlögum. „Sú staðreynd að Maríus sé hluti af konungsfjölskyldunni á að sjálfsögðu ekki að hafa þau áhrif að hann fái sérmeðferð hjá okkur, hvorki harðari eða mýkri,“ sagði Henriksbø á fundinum. Gert er ráð fyrir því að mál Maríusar fari fyrir dóm í miðjum janúar, og að málsmeðferð muni taka um sex vikur. Meðal þess sem Maríus Borg Høiby hefur verið ákærður fyrir er eftirfarandi: Nauðgun með samræði Tvær nauðganir án samræðis Fjögur tilfelli af kynferðislegu áreiti eða öðru kynferðisofbeldi Eitt tilfelli af ofbeldi í nánu sambandi Tvær líkamsárásir Eitt skemmdarverk Ein morðhótun Fimm brot gegn nálgunarbanni Áreiti gegn lögreglumanni Fimm brot gegn umferðarlögum Neitar sök Norsk lögregluyfirvöld segja að Høiby hafi að mestu leyti verið samstarfsfús á meðan rannsókn hefur staðið yfir, en hann neitar sök í öllum helstu ákæruliðunum. „Hann neitar sök í þessum stóru atriðum. Til dæmis þessum ásökunum um svokallaðar svefnnauðganir, hann hafnar því algjörlega,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Maríusar. Noregur Erlend sakamál Kóngafólk Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Sturla Henriksbø saksóknari í Noregi greindi frá efni ákærunnar á blaðamannafundi í Osló í dag, en hann segir að málið sé umfangsmikið og alvarlegt. „Þetta mál er alvarlegt. Nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi eru alvarlegir glæpir sem geta skilið eftir sig stór sár og eyðilagt líf fólks,“ sagði Henriksbø. Maríus er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn annarri fyrrverandi kærustu. Morðhótanir og svefnnauðgun Allar hinar meintu nauðganir eru skilgreindar sem svokallaðar svefnnauðganir í ákæru saksóknara. Maríus er einnig ákærður fyrir morðhótanir, líkamsárás gegn opinberum starfsmanni og brotum gegn umferðarlögum. „Sú staðreynd að Maríus sé hluti af konungsfjölskyldunni á að sjálfsögðu ekki að hafa þau áhrif að hann fái sérmeðferð hjá okkur, hvorki harðari eða mýkri,“ sagði Henriksbø á fundinum. Gert er ráð fyrir því að mál Maríusar fari fyrir dóm í miðjum janúar, og að málsmeðferð muni taka um sex vikur. Meðal þess sem Maríus Borg Høiby hefur verið ákærður fyrir er eftirfarandi: Nauðgun með samræði Tvær nauðganir án samræðis Fjögur tilfelli af kynferðislegu áreiti eða öðru kynferðisofbeldi Eitt tilfelli af ofbeldi í nánu sambandi Tvær líkamsárásir Eitt skemmdarverk Ein morðhótun Fimm brot gegn nálgunarbanni Áreiti gegn lögreglumanni Fimm brot gegn umferðarlögum Neitar sök Norsk lögregluyfirvöld segja að Høiby hafi að mestu leyti verið samstarfsfús á meðan rannsókn hefur staðið yfir, en hann neitar sök í öllum helstu ákæruliðunum. „Hann neitar sök í þessum stóru atriðum. Til dæmis þessum ásökunum um svokallaðar svefnnauðganir, hann hafnar því algjörlega,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Maríusar.
Noregur Erlend sakamál Kóngafólk Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira