Lífið

Tíramísú sem morgun­matur fyrir alla fjöl­skylduna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristín segir grautinn einn þann besta sem hún hefur smakkað.
Kristín segir grautinn einn þann besta sem hún hefur smakkað.

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir, deilir reglulega hollum, næringarríkum og barnvænum uppskriftum á Instagram-síðu sinni, auk ýmiss fróðleiks um heilsu. Nú hefur hún fært hinn klassíska ítalska eftirrétt tíramísú í hollari búning.

Venjulega er tíramísú gerð úr mascarpone, eggjum, sykri og kaffiblönduðum kexi, en Kristín segir þennan graut vera einn þann besta sem hún hefur smakkað. Uppskriftin er einföld, rík af próteini og næringarefnum og hentar jafnt sem orkuríkur morgunverður eða hollt millimál.

Hráefni (fyrir einn skammt):

40 g lífrænir hafrar

1 msk lífræn chiafræ

150 ml ósæt lífræn möndlumjólk

1 msk hreint lífrænt whey próteinduft (án sætuefna og aukefna)

1–2 tsk hreint kakóduft (án sykurs)

1–2 tsk hrátt hunang eða hlynsíróp (valkvætt)

40 g lífrænt grískt jógúrt með vanillubragði

1 espressóskot ( setja meira kakó í staðinn fyrir börnin)

Örlítið hreint vanilluduft (valkvætt)

Aðferð:

Blandið höfrum, chiafræjum, möndlumjólk, próteindufti, helmingi kakós og vanillu.

Hellið köldu eða volgu espressó yfir.

Hrærið og kælið yfir nótt.

Daginn eftir: Hrærið aftur og bætið jógúrtinu ofan á sem kremlag.

Sáldrið restinni af kakóinu yfir áður en rétturinn er borinn fram.


Tengdar fréttir

„Uppáhalds matur strákanna“

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir deildi uppskrift að einföldu grænmetislasagna með fylgjendum sínum á Instagram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.