Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 15:44 Greta Thunberg er sænskur loftslagsaðgerðasinni. EPA Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher. „Við ætlum að sigla aftur af stað til að stöðva herkvína,“ segir Thunberg í myndskeiði sem hún birti á samfélagsmiðlum. Í myndskeiðinu er fjöldi aðgerðasinna sem skiptast á að lýsa áætlun hópsins og biðla til almennings að styðja við bak þeirra. „Og í þetta skipti ætlum við að sigla með tylft af bátum,“ segir Thiago Ávila, brasilískur aðgerðasinni, sem var einnig um borð í fyrri ferð hópsins. Tólf bátar sigla af stað frá Spáni þann 31. ágúst og bætast tólf aðrir í hópinn í Túnis þann 4. september. Einnig stendur til að koma af stað viðburðum í um 44 löndum á sama tíma til að mótmæla gjörðum Ísraelshers og sýna samstöðu með Palestínubúum. „Aldrei í sögunni hafa jafn margir blaðamenn, starfsmenn sameinuðu þjóðanna og heilbrigðisstarfsmenn verið drepnir,“ segir Liam Cunningham, leikarinn best þekktur sem Ser Davos Seaworth í Game of Thrones. Á vefsíðu Global Sumud Flotilla má sjá lista yfir hvar fyrirhugaðar aðgerðir verða en þar á meðal eru Noregur, Sviss, Bandaríkin, Indónesía og Kólumbía. Fyrri ferð Thunberg hófst í lok maí en henni lauk 8. júní þegar Ísraelsher stöðvaði för bátsins Madleen og flutti alla farþega bátsins aftur til síns heima. Thunberg varð fræg þegar hún hóf skólaverkföll í heimalandi sínu Svíþjóð til að setja þrýsting á stjórnvöld að beita sér í þágu loftslagsaðgerða. Fjöldi nemenda tóku þátt í mótmælunum á hverjum föstudegi vegna aðgerðarleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
„Við ætlum að sigla aftur af stað til að stöðva herkvína,“ segir Thunberg í myndskeiði sem hún birti á samfélagsmiðlum. Í myndskeiðinu er fjöldi aðgerðasinna sem skiptast á að lýsa áætlun hópsins og biðla til almennings að styðja við bak þeirra. „Og í þetta skipti ætlum við að sigla með tylft af bátum,“ segir Thiago Ávila, brasilískur aðgerðasinni, sem var einnig um borð í fyrri ferð hópsins. Tólf bátar sigla af stað frá Spáni þann 31. ágúst og bætast tólf aðrir í hópinn í Túnis þann 4. september. Einnig stendur til að koma af stað viðburðum í um 44 löndum á sama tíma til að mótmæla gjörðum Ísraelshers og sýna samstöðu með Palestínubúum. „Aldrei í sögunni hafa jafn margir blaðamenn, starfsmenn sameinuðu þjóðanna og heilbrigðisstarfsmenn verið drepnir,“ segir Liam Cunningham, leikarinn best þekktur sem Ser Davos Seaworth í Game of Thrones. Á vefsíðu Global Sumud Flotilla má sjá lista yfir hvar fyrirhugaðar aðgerðir verða en þar á meðal eru Noregur, Sviss, Bandaríkin, Indónesía og Kólumbía. Fyrri ferð Thunberg hófst í lok maí en henni lauk 8. júní þegar Ísraelsher stöðvaði för bátsins Madleen og flutti alla farþega bátsins aftur til síns heima. Thunberg varð fræg þegar hún hóf skólaverkföll í heimalandi sínu Svíþjóð til að setja þrýsting á stjórnvöld að beita sér í þágu loftslagsaðgerða. Fjöldi nemenda tóku þátt í mótmælunum á hverjum föstudegi vegna aðgerðarleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira