Lífið samstarf

Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk

Osteostrong og Drífa Viðarsdóttir
„Ég hef alltaf haft mikla ævintýraþrá og langað að skoða heiminn," segir Sara T Rúnarsdóttir en hún heldur sér í góðu formi með OsteoStrong
„Ég hef alltaf haft mikla ævintýraþrá og langað að skoða heiminn," segir Sara T Rúnarsdóttir en hún heldur sér í góðu formi með OsteoStrong Ernir

Sara T. Rúnarsdóttir er einstök kona með stórt hjarta og kraftmikinn lífsstíl. Hún heldur sér virkri og verkjalausri með hjálp OsteoStrong og lætur ekkert stöðva sig. Sara hefur búið á Íslandi síðan 1976, en saga hennar hófst í Tansaníu þar sem hún er fædd og uppalin. Rætur hennar ná alla leið til borgarinnar Gujarat á Indlandi og þó móðurmál hennar sé gujarati, talar hún einnig reiprennandi íslensku og ensku.

„Ég hef alltaf haft mikla ævintýraþrá og langað að skoða heiminn. Í stuttu máli má segja að ástæðan fyrir því að ég kom hingað til lands, er sú að systir mín vildi flýja fátæktina í Tansaníu. 

Ég sagði við hana að ef hún myndi finna annað land, þá mætti hún senda mér flugmiða og ég kæmi. Landið sem systir mín fór til var Ísland.“
Ernir

Sara kom því til Íslands að tilstuðlan systur sinnar, en hún átti einnig íslenska pennavinkonu sem hún hafði verið í bréfaskriftum við árum saman. 

„Ég hitti svo pennavinkonu mína loksins þegar ég kom til Íslands, þá 21 árs gömul og hún hjálpaði mér að fá vinnu á Landspítalanum fyrir tæpum 50 árum. Þá hófst ævintýri sem hefur staðið allar götur síðan,“ segir Sara, dreymin á svip.

Frá Tansaníu til ástarinnar á Klúbbnum

Eftir að Sara fékk dvalarleyfi á Íslandi flakkaði hún um landið og vann við fjölbreytt störf, meðal annars hjá gosdrykkjagerðinniSanitasog síðar hjáPrentsmiðjunni Odda, þar sem hún starfaði sem aðstoðarmaður bókbindara. Árið 1979 tók lífið nýja stefnu þegar hún kynntist eiginmanni sínum á Klúbbnum, einum vinsælasta skemmtistað Reykjavíkur á þeim tíma.

„Já, ég fann eiginmanninn minn á Klúbbnum og til að gera langa sögu stutta giftum við okkur árið 1981 og höfum verið saman síðan,“ segir Sara brosandi.

Saman eiga þau þrjú uppkomin börn og sjö barnabörn. Segja má að fjölskyldan sé bókstaflega áferð og flugi því tvö barna þeirra, tengdadóttir og tengdasonur starfa í fluggeiranum. Auk þess er eiginmaður Söru fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair. Þau ferðast um heiminn af krafti og gleði. Í dag starfar Sara hjáPixel prentþjónustunnií Ármúla og þrátt fyrir aldurinn er hún hvergi nærri hætt.

Ernir

„Allir eru að spyrja mig hvenær ég ætla að hætta að vinna,“ segir hún hlæjandi. „En mér finnst svo gaman í vinnunni að ég tími því ekki alveg strax. Ég hef verið hjá Pixel í 11 ár og finnst alltaf gott að koma til baka eftir frí og ferðalög. Það er svo auðvelt að gleyma sér í skemmtilegum verkefnum, sérstaklega með svona frábærum samstarfsfélögum.“

Í sumar vinnur hún fjóra daga í viku, en stefnir á að fara aftur í fulla vinnu í haust. Hún er þó með það í huga að leggja starfsævina niður eftir um það bil tvö ár.

OsteoStrong bjargaði öxlunum

Þrátt fyrir að hafa verið í ágætu líkamlegu formi mestalla ævi, fór Sara að finna fyrir verkjum í hægri öxlinni eftir áralanga líkamlega vinnu.

„Ég fann til þegar ég lyfti hendinni og sérstaklega þegar ég þurfti að halda á þungum hlutum. Verkirnir leiddu niður upphandlegginn og það hafði áhrif á daglegt líf.“

Myndgreining í Orkuhúsinu sýndi kalkmyndun í hægri öxl og byrjandi kalkmyndun í þeirri vinstri. Aðgerð var gerð á vinstri öxlinni, en hægri var það illa farin að hún þótti ekki henta í aðgerð. Þess í stað fékk hún sterasprautu.

Ernir
„Á meðan ég var að glíma við þetta sá ég auglýsingu frá OsteoStrong og hugsaði, af hverju ekki að prófa? Ég er svo fegin að hafa tekið það skref. 

Í dag er ég orðin verkjalaus í vinstri öxlinni og mjög góð í þeirri hægri. Öll hreyfigeta hefur batnað gríðarlega. Læknirinn sér mikinn mun og er hæstánægður með framvinduna. Við erum sannfærð um að það sé OsteoStrong að þakka.“

Sífellt sterkari með OsteoStrong

Sara hefur stundað OsteoStrong í næstum þrjú ár og finnur sífellt meiri styrk og minni verki.

„Ég hef farið í tvær hnéaðgerðir en finn samt engan verk. Ég er miklu sterkari í fótum og baki og með betra jafnvægi en áður. Við hjónin göngum oft saman, að minnsta kosti 2–3 sinnum í viku og ég finn aldrei fyrir óþægindum. Ekki einu sinni eftir langa göngutúra eða ferðalög.“

Hún mælir heilshugar með OsteoStrong og hvetur óspart þá sem glíma við verki eða stoðkerfisvandamál að mæta í prufutíma.

„Já, heldur betur! Þetta er áhrifaríkt og tekur stuttan tíma. Sumir finna mun strax, en hjá öðrum tekur það aðeins lengri tíma. En árangurinn kemur ef þú heldur þessu við. “

Ernir

Frábært að ferðast í góðu formi

Segja má að Sara njóti lífsins til fulls með fjölskyldu, ferðalögum og jákvæðu hugarfari. Hún hefur ferðast nokkrum sinnum til Tansaníu að heimsækja frændsystkin og dvelur þá að jafnaði í þrjár vikur. Í febrúar fór hún með fjölskyldunni til Orlando til að fagna 70 ára afmælisári sínu og í kjölfarið fóru hjónin í siglingu um Karabíska hafið. Þá bíður systraferð í viku til London og síðar mæðgnaferð til Chicago, en hún stefnir á að skella sér í stutt stopp með dóttur sinni, sem starfar meðal annars sem flugfreyja hjá Icelandair.

„Ég þakka OsteoStrong fyrir sterkan skrokk og á meðan ég stend í lappirnar ætla ég að halda áfram að mæta á æfingar. Það er frábært að vera í svona góðu formi. Þá get ég haldið áfram að ferðast - því fleiri áfangastaðir bíða“ segir Sara og brosir breitt að lokum.

Frír prufutími

OsteoStrong býður upp á frían prufutíma þar sem fólk getur kynnst æfingunum og prófað tækin. OsteoStrong er í Hátúni 12, 105 Reykjavík og Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi.

Bóka má tíma á OsteoStrong.is og í síma 419 9200






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.