Fótbolti

Barcelona rúllaði yfir Como

Árni Jóhannsson skrifar
Lamine Yamal krýnir sig sjálfur eins og Napóleon forðum daga.
Lamine Yamal krýnir sig sjálfur eins og Napóleon forðum daga. Eric Alonso/Getty

Ungstirnið Lamine Yamal skoraði tvö mörk, sitthvoru megin við hálfleikinn, þegar Barcelona tók á móti Como í æfingaleik í kvöld. Katalónarnir sýndu mönnum fyrrum Börsungsins, Cesc Fabregas, enga gestrisni og unnu sannfærandi 5-0 sigur.

Leikið var á Johan Cruyff æfingavellinum og var leikið um Joan Gamper bikarinn sem spilaður er í ágúst á hverju ári til heiðurs Gamper sem var einn af stofnendum Barcelona. Leikið hefur verið um bikarinn síðan 1966 og hefur Barcelona unnið hann 46 sinnum en liðið býður iðulegast öðrum liðum til leiks.

Fermin Lopez hóf markaskorunina fyrir heimamenn með því að skora tvö mörk á 21. og 35. mínútu. Raphina bætti við þriðja markinu þremur mínútum seinna eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Lamine Yamal bætti við fjórða markinu á 42. mínútu og svo því fimmta þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Barcelona sem eru ríkjandi meistarar á Spáni hefja leik í La Liga laugardaginn 16. ágúst á útivelli gegn Mallorca. Como sem lenti í 10. sæti í Serie A á síðustu leiktíð mun spila gegn fyrsta leik í deild þann 24. ágúst gegn Napoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×