Erlent

Stór skjálfti reið yfir í Tyrk­landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þessi bygging hrundi í jarðhræringunum en ekkert mannfall hefur verið tilkynnt til stjórnvalda.
Þessi bygging hrundi í jarðhræringunum en ekkert mannfall hefur verið tilkynnt til stjórnvalda. AP

Jarðskjálfti upp á 6,1 skók borgina Balıkesir í vestanverðu Tyrklandi í dag. Skjálftinn fannst víða um landið vestanvert og í Istanbúl.

Tyrkneski miðillinn Daily Sabah greinir frá skjálftanum en hann reið yfir þegar klukkan var að ganga fjögur að íslenskum tíma. Hann hefur eftir almannavörnum í Tyrklandi að viðbragð sé hafið en að ekkert tjón eða mannfall hafi verið tilkynnt.

Ali Yerlikaya innanríkisráðherra sagði á samfélagsmiðlum að viðbragðsteymi hefðu verið gerð út.

„Eins og staðan er hefur ekkert tjón verið tilkynnt. Við fylgjumst vel með stöðunni,“ sagði ráðherrann.

Jarðskjálftar af þessari stærð eru algengir í Tyrklandi. Í febrúar 2023 reið stærðarskjálfti yfir borgina Kahramamaraş sem dró rúmlega fimmtíu þúsund manns til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×