Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 21:32 Dominik Radic var hetja Njarðvíkinga í kvöld. Vísir / ÓskarÓ Fimm leikjum er lokið 16. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Fjórir þeirra hófust kl. 19:15 og er nýlokið. Úrslitin segja áhugaverða sögu en Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir að ÍR missteig sig en Njarðvíkingar lögðu Selfoss. Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2 Lengjudeild karla Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2
Lengjudeild karla Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira