Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 23:17 Marc Andre ter Stegen lék með þýska landsliðinu í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Getty/Marvin Ibo Guengoer Barcelona er að skoða það að fara með þýska markvörðinn Marc-André ter Stegen, sinn eigin leikmann, fyrir dómstóla. Málið snýst um bakmeiðsli Ter Stegen. Markvörðurinn neitar að senda inn upplýsingar um bakmeiðsli sín til læknanefndar spænsku deildarinnar. Spænska blaðið Mundo Deportivo fjallar um málið og hefur upplýsingarnar eftir talsmanni félagsins. Upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarmál og leikmaðurinn verður því að gefa leyfi fyrir því að þær séu sendar áfram. Félagið gerir sér grein fyrir því en telur einnig að leikmaður hafi sínar skyldur við félagið sitt. Ter Stegen segir sjálfur að hann verði frá æfingum og keppni í þrjá mánuði. Hann fór nýverið í sína aðra bakaðgerð á stuttum tíma. Barcelona telur að hann verði frá í fjórða mánuð sem gæfi félaginu um leið rétt til að nota áttatíu prósent af launum Ter Stegen til að koma öðrum leikmanni fyrir undir launaþaki spænsku deildarinnar. Barcelona reyndi að ræða við Þjóðverjann í sumar en Ter Stegen gaf sig ekki og neitaði að skrifa undir. Samband hans og félagsins er ekki gott. Hann er með samning við Barcelona til ársins 2028. Leikmaðurinn sem Barcelona vill skrá inn hjá La Liga heitir Joan Garcia, er markvörður og kemur frá Espanyol. Barcelona tekur að Ter Stegen sé hegðun sinni að skaða félagið og liðsfélaga sína og málið er væntanlega á leið fyrir dómstóla. Barcelona átti einnig í vandræðum með að skrá leikmenn á síðustu leiktíð en gott dæmi um það er spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo. 🚨 𝐈𝐧𝐟𝐨𝐫𝐦𝐚𝐜𝐢𝐨́𝐧 𝐝𝐞 𝐌𝐮𝐧𝐝𝐨 𝐃𝐞𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐯𝐨🚫 ¡Ter Stegen no firma su informe médico y el Barça le abre expediente disciplinario!▪️ El portero se niega a dar su OK a que el club envíe el informe de su lesión a la Comisión Médica de LaLiga▪️ Su negativa… pic.twitter.com/Bf55S33h6S— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 5, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira
Málið snýst um bakmeiðsli Ter Stegen. Markvörðurinn neitar að senda inn upplýsingar um bakmeiðsli sín til læknanefndar spænsku deildarinnar. Spænska blaðið Mundo Deportivo fjallar um málið og hefur upplýsingarnar eftir talsmanni félagsins. Upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarmál og leikmaðurinn verður því að gefa leyfi fyrir því að þær séu sendar áfram. Félagið gerir sér grein fyrir því en telur einnig að leikmaður hafi sínar skyldur við félagið sitt. Ter Stegen segir sjálfur að hann verði frá æfingum og keppni í þrjá mánuði. Hann fór nýverið í sína aðra bakaðgerð á stuttum tíma. Barcelona telur að hann verði frá í fjórða mánuð sem gæfi félaginu um leið rétt til að nota áttatíu prósent af launum Ter Stegen til að koma öðrum leikmanni fyrir undir launaþaki spænsku deildarinnar. Barcelona reyndi að ræða við Þjóðverjann í sumar en Ter Stegen gaf sig ekki og neitaði að skrifa undir. Samband hans og félagsins er ekki gott. Hann er með samning við Barcelona til ársins 2028. Leikmaðurinn sem Barcelona vill skrá inn hjá La Liga heitir Joan Garcia, er markvörður og kemur frá Espanyol. Barcelona tekur að Ter Stegen sé hegðun sinni að skaða félagið og liðsfélaga sína og málið er væntanlega á leið fyrir dómstóla. Barcelona átti einnig í vandræðum með að skrá leikmenn á síðustu leiktíð en gott dæmi um það er spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo. 🚨 𝐈𝐧𝐟𝐨𝐫𝐦𝐚𝐜𝐢𝐨́𝐧 𝐝𝐞 𝐌𝐮𝐧𝐝𝐨 𝐃𝐞𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐯𝐨🚫 ¡Ter Stegen no firma su informe médico y el Barça le abre expediente disciplinario!▪️ El portero se niega a dar su OK a que el club envíe el informe de su lesión a la Comisión Médica de LaLiga▪️ Su negativa… pic.twitter.com/Bf55S33h6S— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 5, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira