Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 09:43 Gríðarleg hungursneyð er á Gasa. EPA Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir palestínskum heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt vitnum skutu ísraelskir hermenn á hóp fólks sem freistaði þess að sækja sér mat á dreifingarstöð samtakanna GHF. Þau eru rekin af bandarískum yfirvöldum og fá ein að dreifa matvælum á Gasaströndinni. Atvikið varð á suðurhluta strandarinnar. „Ég gat ekki stoppað og aðstoðsað vegna skothríðarinnar,“ hefur fréttastofa AP eftir Yousef Abed. Hann segist hafa séð minnst þrjá, sem blæddi úr liggjandi á jörðinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skotið hefur verið á örvæntingarfulla íbúa strandarinnar á meðan þeir sækja sér mat. Talið er að minnst 1.400 manns hafi verið drepnir á þennan máta síðan 27. maí, langflestir nærri dreifingarsvæðum GHF, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Alls voru 119 Gasabúar drepnir af ísraelskum hermönnum síðasta sólarhringinn samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa. Sex til viðbótar létust úr hungri en segir heilbrigðisráðuneytið að alls hafi 175 látist úr hungri á meðan átökin hafa staðið yfir, langflestir þeirra á síðustu mánuðum. Ísraelsk yfirvöld neita því staðfastlega að hungursneyð sé á Gasa og sögðust ætla veita frekari aðgang að svæðinu fyrir mannúðaraðstoð. Hins vegar segja hjálparsamtök að Ísraelar séu enn að hindra aðgang mannúðaraðstoðar. Nauðsynjavörur látnar falla til jarðar á Gasaströndinni.EPA Nokkur ríki hafa tekið upp á því að láta mat og aðrar nauðsynjavörur falla úr flugvélum til jarðar, meðal annars Marokkó, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Frakkland og Bretland. Alls hafa tæplega 61 þúsund manns verið drepnir á Gasa frá því að átökin hófust með árás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael 7. október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir palestínskum heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt vitnum skutu ísraelskir hermenn á hóp fólks sem freistaði þess að sækja sér mat á dreifingarstöð samtakanna GHF. Þau eru rekin af bandarískum yfirvöldum og fá ein að dreifa matvælum á Gasaströndinni. Atvikið varð á suðurhluta strandarinnar. „Ég gat ekki stoppað og aðstoðsað vegna skothríðarinnar,“ hefur fréttastofa AP eftir Yousef Abed. Hann segist hafa séð minnst þrjá, sem blæddi úr liggjandi á jörðinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skotið hefur verið á örvæntingarfulla íbúa strandarinnar á meðan þeir sækja sér mat. Talið er að minnst 1.400 manns hafi verið drepnir á þennan máta síðan 27. maí, langflestir nærri dreifingarsvæðum GHF, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Alls voru 119 Gasabúar drepnir af ísraelskum hermönnum síðasta sólarhringinn samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa. Sex til viðbótar létust úr hungri en segir heilbrigðisráðuneytið að alls hafi 175 látist úr hungri á meðan átökin hafa staðið yfir, langflestir þeirra á síðustu mánuðum. Ísraelsk yfirvöld neita því staðfastlega að hungursneyð sé á Gasa og sögðust ætla veita frekari aðgang að svæðinu fyrir mannúðaraðstoð. Hins vegar segja hjálparsamtök að Ísraelar séu enn að hindra aðgang mannúðaraðstoðar. Nauðsynjavörur látnar falla til jarðar á Gasaströndinni.EPA Nokkur ríki hafa tekið upp á því að láta mat og aðrar nauðsynjavörur falla úr flugvélum til jarðar, meðal annars Marokkó, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Frakkland og Bretland. Alls hafa tæplega 61 þúsund manns verið drepnir á Gasa frá því að átökin hófust með árás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael 7. október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira