Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2025 10:00 Nayib Bukele, forseti El Salvador. AP/Salvador Melendez Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Bukele, sem er 44 ára gamall, situr nú sitt annað kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn til embættis árið 2019 með loforðum um að uppræta landlæga spillingu og draga úr glæpum. Hann bauð sig aftur fram í fyrra, þrátt fyrir að stjórnarskrá El Salvador sagði að forseti mætti ekki sitja tvö kjörtímabil samfleytt. Forsetinn og bandamenn hans skipuðu nýja dómara í hæstarétt ríkisins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin hefði verið rangtúlkuð og að forsetar mættu sitja lengur. Kosningarnar vann hann svo með miklum yfirburðum. Bukele hefur safnað miklum völdum í embætti og er flokkur hans, sem kallast „Nýjar hugmyndir“, er með aukinn meirihluta á þingi. Skömmu eftir að hann tók við embætti kom hann á herlögum, sem eru enn í gildi, vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þúsundir ungra manna hafa verið fluttir í fangelsi án dóms og laga síðan þá. Glæpatíðni hefur, samkvæmt frétt New York Times, lækkað töluvert, en mannréttindasamtök segja baráttuna og stjórnartilburði Bukeles hafa komið verulega niður á réttindum almennra borgara. Þá nýtur Bukele mikils stuðnings frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur hann verið að taka við fólki sem fangelsað hefur verið í Bandaríkjunum og sett það í fangelsi í El Salvador. Mannréttindafrömuðir á flótta AP fréttaveitan sagði frá því í júlí að forsvarsmenn stærstu mannréttindasamtaka landsins hefðu tilkynnt að samtökin ætluðu að hætta starfsemi í El Salvador vegna ógnana og lögsókna frá ríkisstjórn Bukeles. Í samtali við fréttaveituna sagði framkvæmdastjóri samtakanna, sem kallast Cristosal, að undanfarna mánuði hefði kúgun aukist verulega í El Salvador. Fjölmargir aðilar sem börðust fyrir mannréttindum í landinu hefðu þurft að flýja. Ríkisstjórn Bukeles samþykkti í maí lög sem svipa til umdeildra laga í Rússlandi, Belarús, Kína og Venesúela og hafa verið notuð þar til að kæfa gagnrýni og stjórnarandstöðu og stöðva rekstur mannréttindasamtaka. Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði og munu þessar nýju breytingar á stjórnarskrá El Salvador gera honum kleift að bjóða sig aftur fram, eins og lengi og hann vill. Forsetinn, sem hefur sjálfur titlað sig sem „flottasta einræðisherra heimsins,“ sagði í júní að hann vildi frekar vera álitinn einræðisherra en að leyfa glæpamönnum að starfa óáreittir í landinu. Sagði lýðræðið dautt í El Salvador Eins og áður segir fela breytingarnar á stjórnarskrá El Salvador í sér að takmarkanir á fjölda kjörtímabilum forseta falla úr gildi. Þetta gildir einnig um aðra embættismenn eins og borgarstjóra og sömuleiðis þingmenn. Breytingarnar fela einnig í sér að forsetakosningar fari fram á sama tíma og þing- og sveitarstjórnarkosningar. Þar að auki verður, samkvæmt AP fréttaveitunni, hætt að halda tvær lotur í forsetakosningum, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem fengu mest fylgi í fyrri lotunni mæta hvorum öðrum í þeirri seinni. Frumvarpið var samþykkt af 57 þingmönnum en þrír greiddu atkvæði gegn því. Marcela Villatoro, einn þeirra þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu lýsti því yfir á þingfundi að „lýðræði El Salvador væri dautt“. Hún sagði að breytingarnar myndu auka spillingu, frændhygli. Draga myndi úr lýðræðisþátttöku og lýðræðið myndi lýða undir lok. El Salvador Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Bukele, sem er 44 ára gamall, situr nú sitt annað kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn til embættis árið 2019 með loforðum um að uppræta landlæga spillingu og draga úr glæpum. Hann bauð sig aftur fram í fyrra, þrátt fyrir að stjórnarskrá El Salvador sagði að forseti mætti ekki sitja tvö kjörtímabil samfleytt. Forsetinn og bandamenn hans skipuðu nýja dómara í hæstarétt ríkisins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin hefði verið rangtúlkuð og að forsetar mættu sitja lengur. Kosningarnar vann hann svo með miklum yfirburðum. Bukele hefur safnað miklum völdum í embætti og er flokkur hans, sem kallast „Nýjar hugmyndir“, er með aukinn meirihluta á þingi. Skömmu eftir að hann tók við embætti kom hann á herlögum, sem eru enn í gildi, vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þúsundir ungra manna hafa verið fluttir í fangelsi án dóms og laga síðan þá. Glæpatíðni hefur, samkvæmt frétt New York Times, lækkað töluvert, en mannréttindasamtök segja baráttuna og stjórnartilburði Bukeles hafa komið verulega niður á réttindum almennra borgara. Þá nýtur Bukele mikils stuðnings frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur hann verið að taka við fólki sem fangelsað hefur verið í Bandaríkjunum og sett það í fangelsi í El Salvador. Mannréttindafrömuðir á flótta AP fréttaveitan sagði frá því í júlí að forsvarsmenn stærstu mannréttindasamtaka landsins hefðu tilkynnt að samtökin ætluðu að hætta starfsemi í El Salvador vegna ógnana og lögsókna frá ríkisstjórn Bukeles. Í samtali við fréttaveituna sagði framkvæmdastjóri samtakanna, sem kallast Cristosal, að undanfarna mánuði hefði kúgun aukist verulega í El Salvador. Fjölmargir aðilar sem börðust fyrir mannréttindum í landinu hefðu þurft að flýja. Ríkisstjórn Bukeles samþykkti í maí lög sem svipa til umdeildra laga í Rússlandi, Belarús, Kína og Venesúela og hafa verið notuð þar til að kæfa gagnrýni og stjórnarandstöðu og stöðva rekstur mannréttindasamtaka. Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði og munu þessar nýju breytingar á stjórnarskrá El Salvador gera honum kleift að bjóða sig aftur fram, eins og lengi og hann vill. Forsetinn, sem hefur sjálfur titlað sig sem „flottasta einræðisherra heimsins,“ sagði í júní að hann vildi frekar vera álitinn einræðisherra en að leyfa glæpamönnum að starfa óáreittir í landinu. Sagði lýðræðið dautt í El Salvador Eins og áður segir fela breytingarnar á stjórnarskrá El Salvador í sér að takmarkanir á fjölda kjörtímabilum forseta falla úr gildi. Þetta gildir einnig um aðra embættismenn eins og borgarstjóra og sömuleiðis þingmenn. Breytingarnar fela einnig í sér að forsetakosningar fari fram á sama tíma og þing- og sveitarstjórnarkosningar. Þar að auki verður, samkvæmt AP fréttaveitunni, hætt að halda tvær lotur í forsetakosningum, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem fengu mest fylgi í fyrri lotunni mæta hvorum öðrum í þeirri seinni. Frumvarpið var samþykkt af 57 þingmönnum en þrír greiddu atkvæði gegn því. Marcela Villatoro, einn þeirra þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu lýsti því yfir á þingfundi að „lýðræði El Salvador væri dautt“. Hún sagði að breytingarnar myndu auka spillingu, frændhygli. Draga myndi úr lýðræðisþátttöku og lýðræðið myndi lýða undir lok.
El Salvador Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira