Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 09:03 Hannah Hampton fagnar í leikslok ásamt varamarkverði sínum Khiöru Keating sem hefur hoppað upp í fangið á henni. Getty/Harriet Lander Enska kvennalandsliðið í fótbolta varði Evrópumeistaratitil sinn í gær eftir sigur á heimsmeisturum Spánar í vítakeppni í Basel. Hetja liðsins var ásamt fleirum markvörðurinn Hannah Hampton. Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2025 í Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira