Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 09:03 Hannah Hampton fagnar í leikslok ásamt varamarkverði sínum Khiöru Keating sem hefur hoppað upp í fangið á henni. Getty/Harriet Lander Enska kvennalandsliðið í fótbolta varði Evrópumeistaratitil sinn í gær eftir sigur á heimsmeisturum Spánar í vítakeppni í Basel. Hetja liðsins var ásamt fleirum markvörðurinn Hannah Hampton. Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2025 í Sviss Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2025 í Sviss Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira