Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 07:31 Lucy Bronze spilaði í gegnum meiðsli sem myndu halda flestum frá fótboltavellinum. Getty/Leiting Gao Lucy Bronze er ein af hetjum enska kvennalandsliðsins sem tryggði sér Evrópumeistartitilinn í gær en hún bjó líklegast til nýja skilgreiningu á því á þessu móti hvað það þýðir að harka af sér. Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) EM 2025 í Sviss Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira