Formúla 1

Úr­hellir í Belgíu og tví­sýnt með keppni dagsins

Siggeir Ævarsson skrifar
Formúla 3 keppni morgunsins var blásin af fljótlega eftir start
Formúla 3 keppni morgunsins var blásin af fljótlega eftir start Vísir/Getty

Algjört skýfall er þessa stundina við Spa kappakstursbrautina í Belgíu og alls óvíst er hvort hægt verði að keppa í Formúlu 1 þar upp úr hádegi.

Í morgun átti að keppa í Formúlu 3 en sú keppni var blásin af fljótlega þar sem fjölmargir bílar snérust strax í ræsingu og skyggni á brautinni var sama og ekki neitt.

Þrátt fyrir veðrið hafa áhorfendur ekki látið það á sig fá en hvort þeir þrauki fram yfir hádegi verður að koma í ljós.

Belgíukappaksturinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay á eftir og hefst útsending klukkkan 12:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×