Körfubolti

Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mægðurnar á hafnaboltaleik. Talið frá vinstri: Natalia, Bianka, Capri og Vanessa.
Mægðurnar á hafnaboltaleik. Talið frá vinstri: Natalia, Bianka, Capri og Vanessa.

Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant, deildi skemmtilegri mynd af dóttur sinni á dögunum.

Kobe og Vanessa eignuðust saman fjórar dætur en ein þeirra, Gianna, lést þrettán ára gömul ásamt föður sínum og sjö öðrum, í þyrluslysi í Kaliforníu í janúar 2020.

Yngsta dóttir þeirra heitir Capri og fæddist árið 2019 eða aðeins ári áður en faðir hennar lést.

Capri hefur greinilega erft íþróttaáhuga föður síns eins og Vanessa benti á þegar hún birti myndina á samfélagsmiðlum.

„Eins og pabbi sinn“ skrifaði Vanessa við myndina. Capri er í raun Kobe tvö því hún heitir fullu nafni Capri Kobe Bryant.

Á myndinni sést Capri halda á körfubolta á sérstakan hátt og þar má sjá mikil líkindi með henni og föður hennar á sínum tíma.

Vanessa skrifaði líka undir „Baby Mamba“ og gælunafn dótturinnar „KoKo Bean“.

Eldri systur hennar eru hin 22 ára gamla Natalia Bryant og hin átta ára gamla Bianka Bryant.

Þetta er líka ekki í fyrsta sinn sem Vanessa birtir svipaða mynd af Capri því fyrir tveimur árum birti hún líka mynd af henni brosandi með tvo körfubolta. Hana dreymir greinilega um framtíð í körfuboltanum.

Kobe Bryant er að flestum talinn vera í hópi bestu körfuboltamanna sögunnar og það er erfitt að finna meiri keppnismann enn hann var.

Kobe varð fimm sinnum NBA meistari með Los Angeles Lakers, var fimmtán sinnum valinn í úrvalslið deildarinnar, fékk öll helstu verðlaun og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 leikjum sínum í NBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×