„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Einar ætti að verða afar sigursæll með Víkingi ef hann fylgir aðferðum Arnars Gunnlaugssonar. vísir / lýður Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Einar er öllum Víkingum vel kunnugur, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur sinnt þar mörgum störfum, síðast sem aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar en fljótlega eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari árið 2021 flutti Einar með konu sinni og börnum til Svíþjóðar. Nú er hann snúinn aftur og tekinn við sem aðalþjálfari kvennaliðsins. Kemurðu heim með einhvern sænskan skóla í hamingjuna? „Ég vil nú ekki segja það sko“ svaraði Einar og glotti. „En auðvitað smitast maður af öllu umhverfi sem maður er í þannig að mögulega er eitthvað sænskt þarna í þessu. Sennilega eru meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð í minni þjálfun“ sagði Einar og greindi frá því að langtímamarkmiði væru nú náð. Einar í fagnaðarlátum Íslandsmeistaranna árið 2019.vísir „Þetta er búið að vera markmið í mörg ár, að stýra Víking í meistaraflokki karla og kvenna. Hérna var tækifærið og það var ekki annað hægt en að stökkva á það.“ Tækifærið gafst einmitt mjög skyndilega, þegar John Andrews var sagt upp störfum. Einar tekur við liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar og fær það verkefni að bjarga því frá falli í sumar, en gerði þriggja ára samning og verður áfram sama hvernig fer. „Já það er allavega minn metnaður að vera hérna í einhvern tíma og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið hérna síðustu sex, sjö árin. Gríðarmikil uppbygging verið hérna í meistaraflokki kvenna síðustu ár, síðan við stofnuðum sjálfstæðan meistaraflokk. Þar á undan, síðustu kannski tuttugu ár, höfum við verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf kvennamegin. Með mikinn fjölda leikmanna og við höfum skilað góðum leikmönnum, sem hefur ekki alltaf skilað sér inn í meistaraflokksliðið, en við erum með nokkrar núna og vonandi náum við að bæta við fleirum á næstu árum.“ Rætt var við nýjan þjálfara Víkings í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Einar er öllum Víkingum vel kunnugur, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur sinnt þar mörgum störfum, síðast sem aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar en fljótlega eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari árið 2021 flutti Einar með konu sinni og börnum til Svíþjóðar. Nú er hann snúinn aftur og tekinn við sem aðalþjálfari kvennaliðsins. Kemurðu heim með einhvern sænskan skóla í hamingjuna? „Ég vil nú ekki segja það sko“ svaraði Einar og glotti. „En auðvitað smitast maður af öllu umhverfi sem maður er í þannig að mögulega er eitthvað sænskt þarna í þessu. Sennilega eru meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð í minni þjálfun“ sagði Einar og greindi frá því að langtímamarkmiði væru nú náð. Einar í fagnaðarlátum Íslandsmeistaranna árið 2019.vísir „Þetta er búið að vera markmið í mörg ár, að stýra Víking í meistaraflokki karla og kvenna. Hérna var tækifærið og það var ekki annað hægt en að stökkva á það.“ Tækifærið gafst einmitt mjög skyndilega, þegar John Andrews var sagt upp störfum. Einar tekur við liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar og fær það verkefni að bjarga því frá falli í sumar, en gerði þriggja ára samning og verður áfram sama hvernig fer. „Já það er allavega minn metnaður að vera hérna í einhvern tíma og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið hérna síðustu sex, sjö árin. Gríðarmikil uppbygging verið hérna í meistaraflokki kvenna síðustu ár, síðan við stofnuðum sjálfstæðan meistaraflokk. Þar á undan, síðustu kannski tuttugu ár, höfum við verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf kvennamegin. Með mikinn fjölda leikmanna og við höfum skilað góðum leikmönnum, sem hefur ekki alltaf skilað sér inn í meistaraflokksliðið, en við erum með nokkrar núna og vonandi náum við að bæta við fleirum á næstu árum.“ Rætt var við nýjan þjálfara Víkings í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér að ofan.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira