Lífið samstarf

Strumpaður dagur á for­sýningu á Strumpum

Sambíóin
Það var heldur betur góð stemning í Sambíóunum í Kringlunni þegar teiknimyndin Strumpar var frumsýnd. Meðal gesta voru íslensku leikararnir sem tala inn á myndina og áhorfendur fengu að snúa lukkuhjóli sem innihélt skemmtilega strumpavinninga.
Það var heldur betur góð stemning í Sambíóunum í Kringlunni þegar teiknimyndin Strumpar var frumsýnd. Meðal gesta voru íslensku leikararnir sem tala inn á myndina og áhorfendur fengu að snúa lukkuhjóli sem innihélt skemmtilega strumpavinninga. Myndir/Arnar Tómasson - Eldey Films.

Um miðjan júlí var teiknimyndin Strumpar frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni þar sem hlustendur Bylgjunnar voru með þeim fyrstu til að sjá myndina. Meðal gesta voru íslensku leikararnir sem tala inn á myndina og áhorfendur fengu að snúa lukkuhjóli sem innihélt skemmtilega strumpavinninga.

Arnar Tómasson ljósmyndari mætti á staðinn og tók fullt af skemmtilegum myndum. Ýttu endilega á hvítu örina til að sjá fleiri myndir.

„Það var frábær stemning á Bylgjusýningunni,“ sagði Guðný Ásberg Alfreðsdóttir, rekstrarstjóri Sambíóa. „Lukkuhjólið sló í gegn hjá börnunum, djúsvélin og Strumpaópalinn vöktu mikla lukku, og blár dregillinn setti skemmtilegan svip á viðburðinn í tilefni Strumpanna.“

Meðal þeirra sem tala inn á íslensku útgáfuna eru Laddi, Íris Hólm Jónsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Örn Árnason, Hallgrímur Ólafsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Lára Sveinsdóttir, Hafsteinn Níelsson, Ólafur S.K. Þorvaldz og Þórunn Lárusdóttir.

Strumpar er komin í bíó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.