Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. júlí 2025 11:42 Ofurhuginn Svanhildur Heiða elskar fallhlífarstökk. Aðsend „Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei, ekki stökkva,“ segir ævintýrakonan Svanhildur Heiða Snorradóttir. Hún heillaðist algjörlega að fallhlífarstökki þegar hún var búsett í Miðausturlöndum og ræddi við blaðamann um þetta mjög svo spennandi áhugamál. Hélt upp á afmælið með stæl Svanhildur Heiða er 33 ára gömul, fer eigin leiðir og þrífst á ævintýrum. Hún er meðeigandi á veitingastaðnum Delisia sem er að opna í mathöllinni á Höfða og samhliða vinnu er hún dugleg að sinna áhugamálunum. „Ég fór fyrst í fallhlífarstökk á afmælinu mínu í Dubai. Ég var að vinna sem flugfreyja hjá Emirates og var búsett þar. Ég fór í farþegastökk þar sem þú ert föst við stökkvara en það er algjörlega magnað útsýni yfir pálmann.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Eftir nokkur ár í Dubai flutti Svanhildur svo aftur til Íslands. „Ári síðar var ég að segja pabba mínum að það væri gaman að mögulega fara alla leið og fá skírteini til að stökkva sjálf. Hann hvatti mig til að fara til Dubai í heimsókn og kýla á það. Í Dubai er mjög góður skóli fyrir þetta og gott svokallað Drop Zone í eyðimörkinni, þar sem maður lendir. Ég endaði á að stökkva um fjörutíu sinnum í þeirri heimsókn.“ Stekkur betur undir pressu Hún segir að í fyrstu hafi þetta sannarlega verið krefjandi. „Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei ekki stökkva. Fyrstu skiptin mín hikaði ég alltaf í hurðinni á vélinni. Einu skiptin sem ég var fljót að stökkva úr flugvélinni var þegar aðrir stökkvarar voru á eftir mér og ég vildi ekki að þau þyrftu að bíða því þá væri flugvélin komin lengra frá svæðinu þar sem við áttum að lenda á. Ég stekk betur undir pressu, það verður eiginlega að segjast.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Með hverju stökki segist Svanhildur læra meira og heilinn spilar að sjálfsögðu veigamikið hlutverk í þessu. „Það hjálpar að hugsa til sín með fallegum og skýrum hugsunum, til dæmis að segja við sjálfa sig: Ég er hugrökk, ég er örugg, ég get þetta.“ Ekki adrenalínfíkill Gleðin tekur alltaf yfir hræðslu eða spennu í stökkunum að sögn Svanhildar. „Ég myndi alls ekki segja að ég sé adrenalínfíkill, ég fer ekki í fallhlífarstökk fyrir adrenalínið heldur hamingjublossann sem kemur yfir mig og varir í marga daga eftir á. Þessar tilfinningar eru í þrepum. Fyrst er ég hrædd í flugvélinni, svo stekk ég út og þá líður mér strax vel. Þá er ég að fljúga eins og ofurhetja. Síðan opna ég fallhlífina og þá líður mér eins og frjálsum fugli.“ Hrædd um að fjúka til Grænlands Svanhildur fór nýverið í fallhlífarstökk hérlendis og segir að upphaflega hafi það aldrei verið stefnan. „Ég ætlaði aldrei að stökka á Íslandi. Ég hafði séð fyrir mér að ef ég myndi stökkva á Íslandi þá myndu vindarnir feykja mér til Grænlands og ég yrði föst á ísjaka með ísbjörn við hliðina á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Þegar hún sá færslu í Fallhlífarstökk á Íslandi hópnum á Facebook kallaði á hana að skella sér í stökk í Skaftafelli. „Þar var líka boðið upp á farþegastökk. Ég hugsaði með mér ég þori ekki að stökkva og lenda sjálf á Íslandi en það væri magnað að upplifa að fara í farþegastökk, svífa yfir Vatnajökul og sjá svo til hvort ég gæti stokkið sjálf eftir það. Eftir langa pásu frá fallhlífarstökki ákvað ég að stökkva mitt fyrsta stökk á Íslandi sem farþegi með reyndari stökkvara. Ingólfur Kristinsson er flokkstjóri og leiðbeinandi fallhlífahóps Flugbjörgunarsveitar Reykjarvíkur. Ég fór fyrst í hús flugbjörgunarsveitarinnar þar sem var verið að undirbúa hópinn fyrir stökk helgi í Skaftafelli. Ég fékk upprifjun og kennslu ef ske kynni að ég myndi svo treysta mér í að stökkva sjálf eftir farþegastökkið.“ Hló og hló í háloftunum Við tók mikið ævintýri. „Í fyrstu ferð var einungis farið upp í 5000 fet vegna skýja en til að stökkva með farþega þarf lágmark að fara 7500 fet frá jörðu. Þegar það var svo orðið heiðskírt ferjaði Atlantsflug okkur upp í 10.000 fet á Airbus H152 útsýnis þyrlunni þeirra. Útsýnið þarna var virkilega fallegt og ég var svífandi yfir Vatnajökli og Jökulsárlóni.“ View this post on Instagram A post shared by Jenny Sulollari (@jennysulollari) Farþegastökkið gekk vonum framar og segist Svanhildur hafa fundið að hún væri tilbúin til að stökkva sjálf. „Daginn eftir voru svo of sterkir vindar. Sem betur fer var flugsýning á Hellu helgina eftir sem ber heitið Allt Sem Flýgur. Við stukkum úr Gæsluþyrlunni Airbus H225 en hún var partur af flugsýningunni. Við fengum að fljóta með upp, síðan flaug þyrlan sína leið áfram. Ég var spennt að stökkva en líka smá hrædd. Jenny Sulollari vinkona mín ákvað að stökkva með mér en hún hefur stokkið í Dubai, Madagascar og á fleiri heitum stöðum en var ekki vön kuldanum hér. Við héldumst í hendur og slepptum svo taki á þyrlunni. Við náðum að halda í hvor aðra og fljúga saman í loftinu þangað til við vorum komnar niður 5000 fet. Þá flugum við í burtu frá hvor annarri til þess að opna fallhlífina. Þegar fallhlífin opnaðist helltist yfir mig gleði og ég byrjaði hlæja ein inn í hjálminum mínum, ég var búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt. Ég er svo ánægð að hafa kýlt á þetta og stokkið á Íslandi. Það var meira að segja gott að hafa íslenska vindinn en hann hjálpaði til við að lenda á öruggan hátt. Þetta er bara byrjunin og ég hlakka til að stökkva aftur á Íslandi,“ segir Svanhildur brosandi út að eyrum að lokum. Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
Hélt upp á afmælið með stæl Svanhildur Heiða er 33 ára gömul, fer eigin leiðir og þrífst á ævintýrum. Hún er meðeigandi á veitingastaðnum Delisia sem er að opna í mathöllinni á Höfða og samhliða vinnu er hún dugleg að sinna áhugamálunum. „Ég fór fyrst í fallhlífarstökk á afmælinu mínu í Dubai. Ég var að vinna sem flugfreyja hjá Emirates og var búsett þar. Ég fór í farþegastökk þar sem þú ert föst við stökkvara en það er algjörlega magnað útsýni yfir pálmann.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Eftir nokkur ár í Dubai flutti Svanhildur svo aftur til Íslands. „Ári síðar var ég að segja pabba mínum að það væri gaman að mögulega fara alla leið og fá skírteini til að stökkva sjálf. Hann hvatti mig til að fara til Dubai í heimsókn og kýla á það. Í Dubai er mjög góður skóli fyrir þetta og gott svokallað Drop Zone í eyðimörkinni, þar sem maður lendir. Ég endaði á að stökkva um fjörutíu sinnum í þeirri heimsókn.“ Stekkur betur undir pressu Hún segir að í fyrstu hafi þetta sannarlega verið krefjandi. „Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei ekki stökkva. Fyrstu skiptin mín hikaði ég alltaf í hurðinni á vélinni. Einu skiptin sem ég var fljót að stökkva úr flugvélinni var þegar aðrir stökkvarar voru á eftir mér og ég vildi ekki að þau þyrftu að bíða því þá væri flugvélin komin lengra frá svæðinu þar sem við áttum að lenda á. Ég stekk betur undir pressu, það verður eiginlega að segjast.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Með hverju stökki segist Svanhildur læra meira og heilinn spilar að sjálfsögðu veigamikið hlutverk í þessu. „Það hjálpar að hugsa til sín með fallegum og skýrum hugsunum, til dæmis að segja við sjálfa sig: Ég er hugrökk, ég er örugg, ég get þetta.“ Ekki adrenalínfíkill Gleðin tekur alltaf yfir hræðslu eða spennu í stökkunum að sögn Svanhildar. „Ég myndi alls ekki segja að ég sé adrenalínfíkill, ég fer ekki í fallhlífarstökk fyrir adrenalínið heldur hamingjublossann sem kemur yfir mig og varir í marga daga eftir á. Þessar tilfinningar eru í þrepum. Fyrst er ég hrædd í flugvélinni, svo stekk ég út og þá líður mér strax vel. Þá er ég að fljúga eins og ofurhetja. Síðan opna ég fallhlífina og þá líður mér eins og frjálsum fugli.“ Hrædd um að fjúka til Grænlands Svanhildur fór nýverið í fallhlífarstökk hérlendis og segir að upphaflega hafi það aldrei verið stefnan. „Ég ætlaði aldrei að stökka á Íslandi. Ég hafði séð fyrir mér að ef ég myndi stökkva á Íslandi þá myndu vindarnir feykja mér til Grænlands og ég yrði föst á ísjaka með ísbjörn við hliðina á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Svanhildur Heiða (@svanhildur_heida) Þegar hún sá færslu í Fallhlífarstökk á Íslandi hópnum á Facebook kallaði á hana að skella sér í stökk í Skaftafelli. „Þar var líka boðið upp á farþegastökk. Ég hugsaði með mér ég þori ekki að stökkva og lenda sjálf á Íslandi en það væri magnað að upplifa að fara í farþegastökk, svífa yfir Vatnajökul og sjá svo til hvort ég gæti stokkið sjálf eftir það. Eftir langa pásu frá fallhlífarstökki ákvað ég að stökkva mitt fyrsta stökk á Íslandi sem farþegi með reyndari stökkvara. Ingólfur Kristinsson er flokkstjóri og leiðbeinandi fallhlífahóps Flugbjörgunarsveitar Reykjarvíkur. Ég fór fyrst í hús flugbjörgunarsveitarinnar þar sem var verið að undirbúa hópinn fyrir stökk helgi í Skaftafelli. Ég fékk upprifjun og kennslu ef ske kynni að ég myndi svo treysta mér í að stökkva sjálf eftir farþegastökkið.“ Hló og hló í háloftunum Við tók mikið ævintýri. „Í fyrstu ferð var einungis farið upp í 5000 fet vegna skýja en til að stökkva með farþega þarf lágmark að fara 7500 fet frá jörðu. Þegar það var svo orðið heiðskírt ferjaði Atlantsflug okkur upp í 10.000 fet á Airbus H152 útsýnis þyrlunni þeirra. Útsýnið þarna var virkilega fallegt og ég var svífandi yfir Vatnajökli og Jökulsárlóni.“ View this post on Instagram A post shared by Jenny Sulollari (@jennysulollari) Farþegastökkið gekk vonum framar og segist Svanhildur hafa fundið að hún væri tilbúin til að stökkva sjálf. „Daginn eftir voru svo of sterkir vindar. Sem betur fer var flugsýning á Hellu helgina eftir sem ber heitið Allt Sem Flýgur. Við stukkum úr Gæsluþyrlunni Airbus H225 en hún var partur af flugsýningunni. Við fengum að fljóta með upp, síðan flaug þyrlan sína leið áfram. Ég var spennt að stökkva en líka smá hrædd. Jenny Sulollari vinkona mín ákvað að stökkva með mér en hún hefur stokkið í Dubai, Madagascar og á fleiri heitum stöðum en var ekki vön kuldanum hér. Við héldumst í hendur og slepptum svo taki á þyrlunni. Við náðum að halda í hvor aðra og fljúga saman í loftinu þangað til við vorum komnar niður 5000 fet. Þá flugum við í burtu frá hvor annarri til þess að opna fallhlífina. Þegar fallhlífin opnaðist helltist yfir mig gleði og ég byrjaði hlæja ein inn í hjálminum mínum, ég var búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt. Ég er svo ánægð að hafa kýlt á þetta og stokkið á Íslandi. Það var meira að segja gott að hafa íslenska vindinn en hann hjálpaði til við að lenda á öruggan hátt. Þetta er bara byrjunin og ég hlakka til að stökkva aftur á Íslandi,“ segir Svanhildur brosandi út að eyrum að lokum.
Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira