Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 11:33 Gianni Infantino, forseti FIFA, með Donald Trump Bandarikjaforseta og konu hans Melaniu Trump á úrslitaleik HM félagsliða í gær. Getty/Chip Somodevilla Mikill hiti og hvert þrumuveðrið á fætur öðru settu mikinn svip á heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta sem lauk í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Margir höfðu í framhaldinu áhyggjur af HM landsliða í Bandaríkjunum á næsta ári en FIFA hefur fundið lausnina. Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi áhyggjur fólks af krefjandi veðuraðstæðum í Bandaríkjunum næsta sumar. Infantino sagði að leikirnir sem fara fram í Bandaríkjunum fari að stórum hluta fram innanhúss því FIFA leggi nú kapp á að fjölga leikjum sem fara fram undir þaki. Hitinn var 28,8 gráður á selsíus þegar úrslitaleikurinn fór fram MetLife Stadium í New Jersey í gærkvöldi og hitinn var 35,5 gráður þegar annar undanúrslitaleikurinn fór fram. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, gáfu það út að þrír leikjanna á mótinu, hefðu aldrei átt að fara af stað vegna of mikils hita. Réttast hefði verið að seinka þeim þar til að hitinn minnkaði. FIFA president Gianni Infantino said stadiums with roofs will be used to ease concerns over severe weather at the 2026 Men's World Cup after criticism over players being exposed to extreme heat during the Club World Cup in the United States. https://t.co/Q2XZG3rKJs— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2025 Enzo Fernández, miðjumaður Chelsea, skoraði á FIFA að gera eitthvað í þessu því honum hefði svimað í hitanum og leikmenn væru að setja sjálfan sig í talsverða hættu í þessum aðstæðum. Hvert þrumuveðrið á fætur öðru þýddi líka að gera þurftu hlé á mörgum leikjum. Chelsea lenti meðal annars í tveggja klukkutíma hléi. Infantino segir að lausnin sé meðal annars að færa fleiri leiki á mótinu undir þak. Það þýðir að fleiri leikir munu fara fram í borgum eins og Atlanta, Dallas, Houston og Vancouver. „Við skoðum alla gagnrýni og rannsökum málið. Við erum alltaf að finna hvað við getum gert betur,“ sagði Infantino. „Auðvitað er hitinn að skapa vandamál. Á síðasta ári, á Ólympíuleikunum í París, þá þurfti líka íþróttafólk úr öllum íþróttum að keppa í miklum hita,“ sagði Infantino. „Það er mikilvægt að leikmenn fái hlé til að kæla sig niður og drekka en svo sjáum við hvað við getum gert. Við höfum leikvanga með þaki og við munum án efa nota þessa velli á næsta ári,“ sagði Infantino. Lots of talk about weather & impact on 2026 World Cup. 4 indoor venues next summer: DAL, HOU, ATL, & VAN. Last night’s broadcast in Houston, it was wild going from oppressive outdoors to idyllic climate-controlled indoors. It will be competitive advantage for teams next summer. pic.twitter.com/JEyLA81ucC— Alexi Lalas (@AlexiLalas) July 7, 2025 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi áhyggjur fólks af krefjandi veðuraðstæðum í Bandaríkjunum næsta sumar. Infantino sagði að leikirnir sem fara fram í Bandaríkjunum fari að stórum hluta fram innanhúss því FIFA leggi nú kapp á að fjölga leikjum sem fara fram undir þaki. Hitinn var 28,8 gráður á selsíus þegar úrslitaleikurinn fór fram MetLife Stadium í New Jersey í gærkvöldi og hitinn var 35,5 gráður þegar annar undanúrslitaleikurinn fór fram. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, gáfu það út að þrír leikjanna á mótinu, hefðu aldrei átt að fara af stað vegna of mikils hita. Réttast hefði verið að seinka þeim þar til að hitinn minnkaði. FIFA president Gianni Infantino said stadiums with roofs will be used to ease concerns over severe weather at the 2026 Men's World Cup after criticism over players being exposed to extreme heat during the Club World Cup in the United States. https://t.co/Q2XZG3rKJs— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2025 Enzo Fernández, miðjumaður Chelsea, skoraði á FIFA að gera eitthvað í þessu því honum hefði svimað í hitanum og leikmenn væru að setja sjálfan sig í talsverða hættu í þessum aðstæðum. Hvert þrumuveðrið á fætur öðru þýddi líka að gera þurftu hlé á mörgum leikjum. Chelsea lenti meðal annars í tveggja klukkutíma hléi. Infantino segir að lausnin sé meðal annars að færa fleiri leiki á mótinu undir þak. Það þýðir að fleiri leikir munu fara fram í borgum eins og Atlanta, Dallas, Houston og Vancouver. „Við skoðum alla gagnrýni og rannsökum málið. Við erum alltaf að finna hvað við getum gert betur,“ sagði Infantino. „Auðvitað er hitinn að skapa vandamál. Á síðasta ári, á Ólympíuleikunum í París, þá þurfti líka íþróttafólk úr öllum íþróttum að keppa í miklum hita,“ sagði Infantino. „Það er mikilvægt að leikmenn fái hlé til að kæla sig niður og drekka en svo sjáum við hvað við getum gert. Við höfum leikvanga með þaki og við munum án efa nota þessa velli á næsta ári,“ sagði Infantino. Lots of talk about weather & impact on 2026 World Cup. 4 indoor venues next summer: DAL, HOU, ATL, & VAN. Last night’s broadcast in Houston, it was wild going from oppressive outdoors to idyllic climate-controlled indoors. It will be competitive advantage for teams next summer. pic.twitter.com/JEyLA81ucC— Alexi Lalas (@AlexiLalas) July 7, 2025
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira