Reyna aftur að sigla til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 14:44 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen þegar Ísraelsher stöðvaði för þeirra. Nú reyna þau aftur að komast til Gasa. Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. „Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
„Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira