Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 09:03 Þorsteinn Halldórsson og Þóra Björg Helgadóttir. Hann vill halda áfram og hún vill ekki að hann haldi áfram. Getty/Manuel Winterberger/Vísir/Vilhelm Besti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi er hörð á því að hún vill sjá nýjan þjálfara hjá liðinu. Henni hugnast það ekki að Þorsteinn Halldórsson fái að halda áfram en framtíð landsliðsins var rædd í Besta sætinu. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira