Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 13:01 Sveindís Jane Jónsdóttir mætir til leiks í leikinn á móti Noregi í gær. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í gærkvöldi í lokaleik íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira