Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 13:01 Sveindís Jane Jónsdóttir mætir til leiks í leikinn á móti Noregi í gær. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í gærkvöldi í lokaleik íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Sjá meira