Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Árni Jóhannsson skrifar 10. júlí 2025 22:42 Sveindís Jane mátti vera ánægð með fyrsta mark sitt og Íslands á EM 2025. Vísir / Anton Brink Sveindís Jane Jónsdóttir var besti leikmaður Íslands í tapi gegn Noregi í síðasta leik liðsins á EM 2025. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað en gat ekki verið annað en svekkt með niðurstöðuna í mótinu. Sveindís var spurð hvort það hafi ekki verið skrýtið að spila leikinn gegn Noregi. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane „Já vissum fyrir leikinn að þetta væri búið hjá okkur og að þetta væri síðasti leikurinn á EM. Við vildum hinsvegar gera okkar besta og sýna okkar rétta andlit og reyna að vinna leikinn en það gekk ekki. Við allavega skorum mörk en þetta var ekki nógu gott.“ Sveindís skoraði mark og lagði upp annað eins og áður segir og vildi augljóslega kveðja mótið með hvelli. Hún var beðin um að leggja mat á frammistöðu sína á þessu móti. „Ég meina maður getur alltaf gert betur og ég held að liðið í heild sé ekkert rosalega sátt með frammistöðuna okkar. Persónulega þá vill maður alltaf gera betur, skora fyrir liðið en stundum gengur það bara ekki upp. Ég mæti bara í næsta leik til að gera enn betur. Það er enginn leikmaður í liðinu sem mætir í leik með það hugarfar að gera ekki vel. Ég reyndi að sýna mínar betri hliðar í dag og fannst ég gera ágætlega.“ Eitt sem tekið hefur verið eftir er að Sveindís hlýtur ekki alltaf náð hjá dómurum þó að hún sé tuskuð til inn á vellinum. Finnst henni halla á sig í dómgæslunni? „Ég veit það ekki. Það hefur ekki mikið fallið með okkur í dómgæslunni í mótinu. Ekki bara gegn mér. Ég veit ekki hvort ég eigi að fá aukaspyrnur eða ekki. Ef maður er á leiðinni niður þá reynir maður að fá eitthvað fyrir það.“ Hafa síðustu dagar verið erfiðir vitandi að liðið er dottið úr keppni? „Við höfum reynt að vera jákvæðar. Auðvitað. Eftir fyrsta leikinn var allt opið ennþá, leikurinn á móti Sviss var ekki nógu góður og við bara komum ekki nógu góðar til leiks. Ekki gaman auðvitað en við reynum alltaf að sjá það jákvæða og við vitum að veit eigum að geta gert betur. Við komum inn í þetta mót með það í huga að komast upp úr honum, þetta var erfiður riðill, öll liðin vildu komast upp úr riðlinum. Þetta er búið að vera erfitt en við reynum að vera jákvæðar.“ Þegar Sveindís gerir upp mótið eru einhver stór vandamál sem liðið þarf að laga? „Við skorum engin mörk í fyrstu tveimur leikjunum og maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk. Bara það, að skora ekki, er það sem við sjáum eftir. Við fáum ekki mikið af færum þannig að við erum ekki að búa til mikið og það er eitthvað sem við þurfum að gera betur og skoða. Við erum svekktar með okkar frammistöðu fyrir framan markið.“ Það er stutt í næsta verkefni en fyrst þarf liðið að halda sér í A riðli í Þjóðardeildinni en það þarf að fara í umspil til þess. Sveindís talaði einnig um að markmiðið væri að fara á HM í fyrsta sinn og það væru spennandi tímar framundan en fyrst fengi Sveindís fimm daga frí áður en hún færi til Bandaríkjann til að spila fyrir Angels City FC í Los Angeles. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Sveindís var spurð hvort það hafi ekki verið skrýtið að spila leikinn gegn Noregi. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane „Já vissum fyrir leikinn að þetta væri búið hjá okkur og að þetta væri síðasti leikurinn á EM. Við vildum hinsvegar gera okkar besta og sýna okkar rétta andlit og reyna að vinna leikinn en það gekk ekki. Við allavega skorum mörk en þetta var ekki nógu gott.“ Sveindís skoraði mark og lagði upp annað eins og áður segir og vildi augljóslega kveðja mótið með hvelli. Hún var beðin um að leggja mat á frammistöðu sína á þessu móti. „Ég meina maður getur alltaf gert betur og ég held að liðið í heild sé ekkert rosalega sátt með frammistöðuna okkar. Persónulega þá vill maður alltaf gera betur, skora fyrir liðið en stundum gengur það bara ekki upp. Ég mæti bara í næsta leik til að gera enn betur. Það er enginn leikmaður í liðinu sem mætir í leik með það hugarfar að gera ekki vel. Ég reyndi að sýna mínar betri hliðar í dag og fannst ég gera ágætlega.“ Eitt sem tekið hefur verið eftir er að Sveindís hlýtur ekki alltaf náð hjá dómurum þó að hún sé tuskuð til inn á vellinum. Finnst henni halla á sig í dómgæslunni? „Ég veit það ekki. Það hefur ekki mikið fallið með okkur í dómgæslunni í mótinu. Ekki bara gegn mér. Ég veit ekki hvort ég eigi að fá aukaspyrnur eða ekki. Ef maður er á leiðinni niður þá reynir maður að fá eitthvað fyrir það.“ Hafa síðustu dagar verið erfiðir vitandi að liðið er dottið úr keppni? „Við höfum reynt að vera jákvæðar. Auðvitað. Eftir fyrsta leikinn var allt opið ennþá, leikurinn á móti Sviss var ekki nógu góður og við bara komum ekki nógu góðar til leiks. Ekki gaman auðvitað en við reynum alltaf að sjá það jákvæða og við vitum að veit eigum að geta gert betur. Við komum inn í þetta mót með það í huga að komast upp úr honum, þetta var erfiður riðill, öll liðin vildu komast upp úr riðlinum. Þetta er búið að vera erfitt en við reynum að vera jákvæðar.“ Þegar Sveindís gerir upp mótið eru einhver stór vandamál sem liðið þarf að laga? „Við skorum engin mörk í fyrstu tveimur leikjunum og maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk. Bara það, að skora ekki, er það sem við sjáum eftir. Við fáum ekki mikið af færum þannig að við erum ekki að búa til mikið og það er eitthvað sem við þurfum að gera betur og skoða. Við erum svekktar með okkar frammistöðu fyrir framan markið.“ Það er stutt í næsta verkefni en fyrst þarf liðið að halda sér í A riðli í Þjóðardeildinni en það þarf að fara í umspil til þess. Sveindís talaði einnig um að markmiðið væri að fara á HM í fyrsta sinn og það væru spennandi tímar framundan en fyrst fengi Sveindís fimm daga frí áður en hún færi til Bandaríkjann til að spila fyrir Angels City FC í Los Angeles.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31