United boðið að skrapa botninn á tunnunni Siggeir Ævarsson skrifar 9. júlí 2025 20:18 Callum Wilson skoraði núll mörk í 18 deildarleikjum í vetur EPA-EFE/PETER POWELL Eftir mikið vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá Manchester United hefur sumarið heldur ekki verið upp á marga fiska en liðið er aðeins búið að klára ein stór kaup og þá hefur enginn leikmaður verið seldur. Ruben Amorim, stjóri United, hefur verið mjög afdráttarlaus um að hann vilji losa ákveðna leikmenn úr hópnum en það virðist vera lítið að frétta á þeim bænum en þó virðist Jadon Sancho mögulega þokast nær því að ganga í raðir Juventus. United leita logandi ljósi að sóknarmanni en liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni í fyrra. Liðið hefur ítrekað reynt að klára kaup á Bryan Mbeumo frá Brentford en viðræður á milli liðanna sigla ítrekað í strand. Það er aðeins rúmur mánuður í að enska deildin byrji og stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að ókyrrast og eflaust er eitthvað stress byrjað að gera vart við sig á skrifstofu liðsins. Nýjustu vendingar eru þær að United standi til boða þrír sóknarmenn sem allir eru samningslausir og kæmu þá á frjálsri sölu. Það eru þeir Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin og Callum Wilson. Það verður áhugavert að sjá hvort United muni taka sénsinn á einhverjum af þessum leikmönnum en það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu feitustu bitarnir á markaðnum. Vardy er 38 ára og skoraði níu mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester. Calvert-Lewin skoraði þrjú mörk fyrir Everton og hefur ekki skorað yfir tíu mörk síðan 2020-21 og Callum Wilson skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 18 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle í fyrra. Nýjustu fréttir af Mbeumo gætu þó gefið United mönnum ástæðu til bjartsýni en það er ekkert fast í hendi enn. Manchester United are hoping that they will be able to secure a deal for Brentford forward Bryan Mbeumo before their pre-season tour of the USA begins 👀🔴 pic.twitter.com/KoJAFuGPd8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ Sjá meira
Ruben Amorim, stjóri United, hefur verið mjög afdráttarlaus um að hann vilji losa ákveðna leikmenn úr hópnum en það virðist vera lítið að frétta á þeim bænum en þó virðist Jadon Sancho mögulega þokast nær því að ganga í raðir Juventus. United leita logandi ljósi að sóknarmanni en liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni í fyrra. Liðið hefur ítrekað reynt að klára kaup á Bryan Mbeumo frá Brentford en viðræður á milli liðanna sigla ítrekað í strand. Það er aðeins rúmur mánuður í að enska deildin byrji og stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að ókyrrast og eflaust er eitthvað stress byrjað að gera vart við sig á skrifstofu liðsins. Nýjustu vendingar eru þær að United standi til boða þrír sóknarmenn sem allir eru samningslausir og kæmu þá á frjálsri sölu. Það eru þeir Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin og Callum Wilson. Það verður áhugavert að sjá hvort United muni taka sénsinn á einhverjum af þessum leikmönnum en það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu feitustu bitarnir á markaðnum. Vardy er 38 ára og skoraði níu mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester. Calvert-Lewin skoraði þrjú mörk fyrir Everton og hefur ekki skorað yfir tíu mörk síðan 2020-21 og Callum Wilson skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 18 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle í fyrra. Nýjustu fréttir af Mbeumo gætu þó gefið United mönnum ástæðu til bjartsýni en það er ekkert fast í hendi enn. Manchester United are hoping that they will be able to secure a deal for Brentford forward Bryan Mbeumo before their pre-season tour of the USA begins 👀🔴 pic.twitter.com/KoJAFuGPd8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ Sjá meira