„Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:30 Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir svekkir sig á sama tíma og svissnesku stelpurnar fagna marki. Getty/Daniela Porcelli Gengi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss er ekki samfélagsmiðlum að kenna að mati sérfræðinga en var það pressan og stressið sem var að angra liðið? Gestirnir í Besta sætinu veltu þessu fyrir sér sem og lokaleik liðsins á mótinu. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki