Sveindísi var enginn greiði gerður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 11:32 Sveindís Jane Jónsdóttir í leiknum á móti Svisslendingum í Bern í gær. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir átti ekki góðan leik í gær þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði á móti Sviss en stelpurnar okkar lokuðu með því á alla möguleika á að komast upp úr riðli sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira