Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 09:33 Þorsteinn Halldórsson gefur sínum konum fyrirmæli í tapleiknum á móti Sviss í Bern í gær. Getty/Marcio Machado Framtíð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var til umræðu eftir svekkjandi tap á móti Sviss á Evrópumótinu í gær. Eftir tvo leiki á móti slakari liðum riðilsins þá standa íslensku stelpurnar uppi stigalausar og eru úr leik fyrir lokaleikinn. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti