Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 6. júlí 2025 12:31 Sydney Schertenleib er á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og í landsliði Sviss sem tekur á móti Íslandi í Bern í kvöld Vísir/Getty Ísland mætir Sviss í annarri umferð riðlakeppni EM í fótbolta í Bern í kvöld. Þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið og innan raða Svisslendinga er einn mest spennandi leikmaður kvennaboltans sem er á mála hjá Barcelona og átti eftirminnilega innkomu í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Sydney Schertenleib heitir leikmaðurinn og er hún aðeins átján ára gömul. Þeir sem þekkja til segja hana var framtíðar kandídata í að vinna gullknöttinn svokallaða, verðlaun sem eru veitt besta leikmanni í heimi í karla- og kvennaflokki ár hvert. Schertenleib sló fyrst í gegn aðeins sextán ára gömul með undir 17 ára liði Sviss á EM þar sem að liðið fór alla leið í undanúrslit. Með frammistöðu sinni þar komst hún á radar stórliða í Evrópu, eitt þeirra var spænska stórveldið Barcelona sem náði á endanum að klófesta Sydney. Þrátt fyrir að hafa nú þegar geta sýnt fram á snilli sína er hún enn það sem margir kalla óslípaður demantur. Sydney er fjölhæfur miðjumaður sem er einnig afar öflug í kantmanns stöðunni. Þremur mínútum eftir að hafa komið inn á gegn þýska stórliðinu Wolfsburg í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sýndi Sydney hvers getur verið að vænta af henni reglulega með félags- og landsliði er hún fór fram hjá varnarmanni Wolfsburg og smurði boltann í fjærhornið, í slánna og inn. Ekki er víst hvort að Sydney springi almennilega út á yfirstandandi Evrópumóti en ljóst er að þetta er leikmaður sem verður að taka alvarlega, leikmaður sem býr yfir miklum gæðum þó ung sé að árum. Leikur Íslands og Sviss á EM kvenna í fótbolta hefst klukkan sjö á Wankdorf leikvanginum í Bern í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Sydney Schertenleib heitir leikmaðurinn og er hún aðeins átján ára gömul. Þeir sem þekkja til segja hana var framtíðar kandídata í að vinna gullknöttinn svokallaða, verðlaun sem eru veitt besta leikmanni í heimi í karla- og kvennaflokki ár hvert. Schertenleib sló fyrst í gegn aðeins sextán ára gömul með undir 17 ára liði Sviss á EM þar sem að liðið fór alla leið í undanúrslit. Með frammistöðu sinni þar komst hún á radar stórliða í Evrópu, eitt þeirra var spænska stórveldið Barcelona sem náði á endanum að klófesta Sydney. Þrátt fyrir að hafa nú þegar geta sýnt fram á snilli sína er hún enn það sem margir kalla óslípaður demantur. Sydney er fjölhæfur miðjumaður sem er einnig afar öflug í kantmanns stöðunni. Þremur mínútum eftir að hafa komið inn á gegn þýska stórliðinu Wolfsburg í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sýndi Sydney hvers getur verið að vænta af henni reglulega með félags- og landsliði er hún fór fram hjá varnarmanni Wolfsburg og smurði boltann í fjærhornið, í slánna og inn. Ekki er víst hvort að Sydney springi almennilega út á yfirstandandi Evrópumóti en ljóst er að þetta er leikmaður sem verður að taka alvarlega, leikmaður sem býr yfir miklum gæðum þó ung sé að árum. Leikur Íslands og Sviss á EM kvenna í fótbolta hefst klukkan sjö á Wankdorf leikvanginum í Bern í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira