Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 13:16 Löngu innköstin hennar Sveindísar eru vopn sem Svisslendingar eru mjög meðvitaðir um. vísir/Anton Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag. Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira