Fótbolti

Mynda­syrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Eunice Quason og Rob Holding, móðir og kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur, sátu saman í stúkunni.
Eunice Quason og Rob Holding, móðir og kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur, sátu saman í stúkunni. vísir / anton brink

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk góðan stuðning úr stúkunni en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-0 tap í fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna. 

Leikurinn fór fram á Stockhorn leikvanginum í Thun. Á annað þúsund Íslendinga voru í stúkunni en alls um átta þúsund manns.

Allir í góðu stuði fyrir leik.
Frammistaða liðsins heillaði lítið í fyrri hálfleik.
Ísland fékk á sig svekkjandi mark eftir að hafa orðið manni færri. 
Stelpurnar okkar reyndu að berjast til baka. 
Sveindís fór illa með frábært færi. 
Niðurstaðan svekkjandi. 
Bláa hafið mun standa þétt við bakið á stelpunum okkar allt mótið. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×