Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 23:17 Svekkjandi kvöld í Thun vísir / anton brink Ef ég hefði skrifað upp dæmi um afleita byrjun á Evrópumóti hjá íslenska landsliðinu fyrir mót þá hefði það líklegast geta innihaldið tap gegn Finnum og tilþrifalitla frammistöðu, að besti leikmaður liðsins myndi þurfa að yfirgefa völlinn og svo til þess að toppa eymdina gætum við misst leikmann af velli með rautt spjald. Það má með sanni segja að byrjun íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti í Sviss hafi ekki staðist væntingar. 1-0 tap gegn Finnum þar sem að lítið gekk upp, í leik þar sem að flestir sáu okkar besta möguleika á sigri í riðlinum. Frammistaðan ekkert til að hrópa húrra fyrir, jú einhverjir kaflar inn á milli sem gætu talist fínir en á heildina litið var þetta bara ekki nógu gott. Fyrstu mínúturnar lofuðu góðu og ég fékk þá tilfinningu að við myndum láta þær finnsku finna fyrir því. Það snerist fljótt í andhverfu sína. Við fórum fljótt að elta í þessum leik, fram á við virkuðu sóknir okkar allt of tilviljanakenndar þar sem boltanum var flengt fram án þess að nokkur leikmaður hefði átt möguleika á því að elta hann uppi og hefði engu skipt ef sá leikmaður byggi yfir hraða spretthlauparans Usain Bolt þegar að hann var á hátindi síns ferils. Farin var leið eitt og vonað það besta og lengi vel fundum við ekki okkar hættulegustu og mest skapandi leikmenn í þeim Sveindísi Jane og Karólínu Leu. Þegar að það tókst hins vegar þá skapaðist hætta. Mér fannst við sýna andstæðingum okkar allt of mikla virðingu, trekk í trekk vorum við langt frá okkar mönnum á hættusvæði. Ég segi ekki að þetta hafi verið þannig staða að Finnarnir hefðu geta tekið við boltanum við vítateig Íslands, farið í sánu, og svo haldið áfram með sókn sína en mikið ofboðslega fengu þær að gera bara nákvæmlega það sem að þær vildu úti á köntunum. Það kom í bakið á okkur í markinu sem að Finnarnir skora, sigurmarkið á silfurfati. Leiðinlegt að segja þetta en maður beið eftir því að þetta myndi gerast. Við höfðum sloppið með skrekkinn í svipuðum aðstæðum áður Við skulum ekki draga úr því hversu mikið áfall það er fyrir liðið að missa leiðtoga sinn af velli í hálfleik, Glódísi Perlu einn besta varnarmann í heimi. Sem betur fer er hnéð ekki að angra hana heldur maginn þó maður óski engum að eiga við magakveisu. Vonandi fyrir Ísland og framhald okkar á mótinu nær hún heilsu fyrir næsta leik á sunnudaginn. Það segir mikið um Glódísi að hún hafi spilað þennan leik og reynt eftir fremsta megni að komast í gegnum hann þjáð. Hún er til í að leggja allt í sölurnar. Áður en að Finnar skora markið missum við Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald, við fyrstu sýn telur maður um rétta ákvörðun að ræða en það segir mikið um frammistöðu Íslands að leikur liðsins varð öflugri einum manni færri. Hvað nú? Norðmenn unnu Sviss í hinum leik riðilsins í kvöld og mætast því tvö stigalausu lið riðilsins á sunnudaginn í Bern þegar að Sviss og Ísland eigast við. Það er hægara sagt en gert að ná í sigur gegn gestgjöfunum sem geta treyst á stuðning mörg þúsunda svissneskra stuðningsmanna úr stúkunni en er það ekki bara akkúrat rétta svarið í þessari stöðu? Stelpurnar vita það manna best að þær geta mun betur. Nú þarf að sýna það svo að draumurinn um sæti í átta liða úrslitum lifi. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Það má með sanni segja að byrjun íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti í Sviss hafi ekki staðist væntingar. 1-0 tap gegn Finnum þar sem að lítið gekk upp, í leik þar sem að flestir sáu okkar besta möguleika á sigri í riðlinum. Frammistaðan ekkert til að hrópa húrra fyrir, jú einhverjir kaflar inn á milli sem gætu talist fínir en á heildina litið var þetta bara ekki nógu gott. Fyrstu mínúturnar lofuðu góðu og ég fékk þá tilfinningu að við myndum láta þær finnsku finna fyrir því. Það snerist fljótt í andhverfu sína. Við fórum fljótt að elta í þessum leik, fram á við virkuðu sóknir okkar allt of tilviljanakenndar þar sem boltanum var flengt fram án þess að nokkur leikmaður hefði átt möguleika á því að elta hann uppi og hefði engu skipt ef sá leikmaður byggi yfir hraða spretthlauparans Usain Bolt þegar að hann var á hátindi síns ferils. Farin var leið eitt og vonað það besta og lengi vel fundum við ekki okkar hættulegustu og mest skapandi leikmenn í þeim Sveindísi Jane og Karólínu Leu. Þegar að það tókst hins vegar þá skapaðist hætta. Mér fannst við sýna andstæðingum okkar allt of mikla virðingu, trekk í trekk vorum við langt frá okkar mönnum á hættusvæði. Ég segi ekki að þetta hafi verið þannig staða að Finnarnir hefðu geta tekið við boltanum við vítateig Íslands, farið í sánu, og svo haldið áfram með sókn sína en mikið ofboðslega fengu þær að gera bara nákvæmlega það sem að þær vildu úti á köntunum. Það kom í bakið á okkur í markinu sem að Finnarnir skora, sigurmarkið á silfurfati. Leiðinlegt að segja þetta en maður beið eftir því að þetta myndi gerast. Við höfðum sloppið með skrekkinn í svipuðum aðstæðum áður Við skulum ekki draga úr því hversu mikið áfall það er fyrir liðið að missa leiðtoga sinn af velli í hálfleik, Glódísi Perlu einn besta varnarmann í heimi. Sem betur fer er hnéð ekki að angra hana heldur maginn þó maður óski engum að eiga við magakveisu. Vonandi fyrir Ísland og framhald okkar á mótinu nær hún heilsu fyrir næsta leik á sunnudaginn. Það segir mikið um Glódísi að hún hafi spilað þennan leik og reynt eftir fremsta megni að komast í gegnum hann þjáð. Hún er til í að leggja allt í sölurnar. Áður en að Finnar skora markið missum við Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald, við fyrstu sýn telur maður um rétta ákvörðun að ræða en það segir mikið um frammistöðu Íslands að leikur liðsins varð öflugri einum manni færri. Hvað nú? Norðmenn unnu Sviss í hinum leik riðilsins í kvöld og mætast því tvö stigalausu lið riðilsins á sunnudaginn í Bern þegar að Sviss og Ísland eigast við. Það er hægara sagt en gert að ná í sigur gegn gestgjöfunum sem geta treyst á stuðning mörg þúsunda svissneskra stuðningsmanna úr stúkunni en er það ekki bara akkúrat rétta svarið í þessari stöðu? Stelpurnar vita það manna best að þær geta mun betur. Nú þarf að sýna það svo að draumurinn um sæti í átta liða úrslitum lifi. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira