„Heilt yfir var ég bara sáttur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2025 19:06 Þorsteinn á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson er ósammála flestum og fannst Ísland gera margt gott í tapinu gegn Finnlandi. Hann segir hundfúlt að hafa tapað en mótið ekki búið og nú þurfi bara að spýta í lófana. „Byrjuðum leikinn illa, vorum í vandræðum í fyrri hálfleik… Mér fannst við koma fínt inn í seinni hálfleikinn og vorum hægt og rólega að ná tökum á þessu. Auðvitað varð þetta erfitt eftir að við urðum manni færri en mér fannst liðið spila vel eftir það. Heilt yfir var ég bara sáttur, að mörgu leiti. Eftir að við urðum manni færri höfum við auðvitað engu að tapa og þá fannst mér meiri kraftur koma í okkur og meira þor. En auðvitað er alltaf hundfúlt að tapa á svona móti og í svona jöfnum leik. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er bara fyrsti leikurinn og við þurfum bara að halda áfram, vinna aðeins betur í hlutum og koma sterkari inn í næsta leik“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. Fyrirliðinn Glódís Perla þurfti að víkja af velli í hálfleik eftir að hafa tvisvar sest í grasið í fyrri hálfleik. Hún er með magakveisu og Þorsteinn sagðist ekki viss um að hún spili næsta leik. Þorsteinn sá ekki brotið sem átti sér stað þegar Hildur Antonsdóttur var rekin af velli í seinni hálfleik og gat ekki lagt mat sitt á þann dóm. Hann lagði hins vegar mat sitt á möguleika Íslands á mótinu. Sviss og Noregur eiga eftir að mætast innbyrðis en ljóst er að Ísland er stigalaust eftir fyrsta leik og Finnland með þrjú stig. Sex stig eru eftir í pottinum og líklega mun minnst fjögur þurfa til að komast áfram. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki búið, við eigum eftir að spila tvo leiki og auðvitað var þetta ekki byrjunin sem við vildum, gerum okkur alveg fulla grein fyrir því. Við mættum ekki inn í þennan leik með það hugarfar að við myndum tapa og allt það, við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að þora að verjast af krafti og ekki falla af þeim, stíga fram á við og verjast fram á við“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
„Byrjuðum leikinn illa, vorum í vandræðum í fyrri hálfleik… Mér fannst við koma fínt inn í seinni hálfleikinn og vorum hægt og rólega að ná tökum á þessu. Auðvitað varð þetta erfitt eftir að við urðum manni færri en mér fannst liðið spila vel eftir það. Heilt yfir var ég bara sáttur, að mörgu leiti. Eftir að við urðum manni færri höfum við auðvitað engu að tapa og þá fannst mér meiri kraftur koma í okkur og meira þor. En auðvitað er alltaf hundfúlt að tapa á svona móti og í svona jöfnum leik. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er bara fyrsti leikurinn og við þurfum bara að halda áfram, vinna aðeins betur í hlutum og koma sterkari inn í næsta leik“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. Fyrirliðinn Glódís Perla þurfti að víkja af velli í hálfleik eftir að hafa tvisvar sest í grasið í fyrri hálfleik. Hún er með magakveisu og Þorsteinn sagðist ekki viss um að hún spili næsta leik. Þorsteinn sá ekki brotið sem átti sér stað þegar Hildur Antonsdóttur var rekin af velli í seinni hálfleik og gat ekki lagt mat sitt á þann dóm. Hann lagði hins vegar mat sitt á möguleika Íslands á mótinu. Sviss og Noregur eiga eftir að mætast innbyrðis en ljóst er að Ísland er stigalaust eftir fyrsta leik og Finnland með þrjú stig. Sex stig eru eftir í pottinum og líklega mun minnst fjögur þurfa til að komast áfram. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki búið, við eigum eftir að spila tvo leiki og auðvitað var þetta ekki byrjunin sem við vildum, gerum okkur alveg fulla grein fyrir því. Við mættum ekki inn í þennan leik með það hugarfar að við myndum tapa og allt það, við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að þora að verjast af krafti og ekki falla af þeim, stíga fram á við og verjast fram á við“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira